Samvinnan - 01.10.1933, Síða 83
S A M V I N N A N
305
vita, hvað hann gerði og fullvissa sig um, að verkamenn-
irnir væri verðugir þess, sem hann gerði fyrir þá. En
hann mátti við því búast, að verkamenn reyndist van-
þakklátir, og það brást ekki heldur. Það er augljóst, að
hverjum verkamanni nú á tímum. sem alinn er upp við
stéttabaráttu og meira víðsýni, hlýtur að virðast sú hugs-
un hjákátleg og jafnvel viðurstyggileg að líta á vinnu-
veitanda sem föður. Hann trúir ekki á neinar gjafir frá
\ innuveitanda, og jafnvel þótt það væri gjafir í raun og
veru, myndi hann afþakka þær og telja þær ölmusu. Ef
um nokkuð slíkt er að ræða, vill hann láta það koma fram
í hækkun vinnulauna og engu öðru.
Frjálslyndir hagfræðingar létu einnig í ljós litla vel-
þóknun á hinum góða vinnuveitanda. Þeir eru sammála
verkamönnum í því, að vinnusamningarnir eigi að vera
samningar d o u t d e s (kaup kaups) og að þeir eigi að
leggja hvorugum aðilja aðrar skyldur á herðar en þær,
sem felast í sjálfum samningunum, þ. e. a. s. að verka-
maðurinn skuldbindur sig til að inna vel og trúlega af
hendi ákveðið verk, en vinnuveitandi skuldbindur sig til
að greiða af hendi ákveðin vinnulaun eftir gangverði því,
sem er á vinnukrafti á vinnumarkaðnum. Þeir telja það
gagnslaust og jafnvel hættulegt að blanda siðferðilegum
skyldum inn í vinnusamninginn, sem ekkert koma þeim
málum við.
Aðeins kaþólska stefnan og stefna Le Plays hafa orð-
ið til þess að verja vinnuveitendur, og þó vilja þær ekki
mæla fram með hugmyndinni um föðurlega vernd þeirra
og skyldur gagnvart verkamönnum. Menn þeirrar stefnu
halda því fram, að hlutverk vinnuveitandanna sé ekki
tmgöngu fjárhagslegt, heldur jafnframt siðferðilegt, og
þessum siðferðilega þætti þess verði ekki sleppt nema til
tjóns fyrir vinnuveitandann sjálfan og sömuleiðis þjóð-
félagið. En það telja þeir ekki hlutverk vinnuveitanda nú
á dögum að fullnægja þörfum verkamanna sinna, heldur
eigi þeir að örva þá og hvetja til samtaka sín á milli —
t. d. eiga vinnuveitendur ekki að koma upp verksmiðju-
20