Samvinnan - 01.10.1933, Side 84
306
S A M V I N N A N
búðum eða verkamannabústöðum, heldur eiga þeir að
létta undir með verkamönnum að koma sér upp neyzlu-
félögum og byggingarfélögum með samvinnusniði. Þeir
iivetja líka stóriðjuhöldana til þess að stofna sérstök
verkfræðingaembætti, þar sem verkfræðingar ynni ekki i
þarfir stóriðj unnar, heldur að sérstökum umbótum i þarf-
ir þjóðfélagsins.
Vér lítum svo á, að skilgreina megi starf vinnuveit-
anda nútímans á þann veg, að það sé iðnfræðilegt hlut-
verk. Honum ber ekki að skipta sér af lífi verkamanns-
ins utan verksmiðjunnar, ekki einu sinni til þess að „gera
honum gott“. En hann á að gera allt, sem unnt er, til þess
að tryggja verkamanninum hin beztu og hagkvæmustu
vinnuskilyrði innan veggja verksmiðjunnar, svo sem
að hugsa sem bezt fyrir hollustuháttum, öryggi og öllum
þægindum. Slíkt fordæmi hafa gefið nokkrir stærstu iðju-
höldarnir í Englandi og Bandaríkjunum.
3. Þriðja tímabilið er fyrir skömmu hafið. Þá standa
vinnuveitendur gegn verkamönnum fylktum í stéttarfélög
undir fána samtaka og einingar. Þeir lýsa því yfir, að þeir
vilji hvergi mæta vinnuveitöndum nema á vígvelli stétta-
baráttunnar. Vinnuveitöndum kemur nú ekki til hugar að
vernda verkamenn sína, þeir hafa nóg með að verja sjálfa
sig gegn þeim. Velferðarstofnanir vinnuveitanda eru
horfnar og herbúðir reistar í þeirra stað, því að hug-
myndin er að verkamannasamtökunum mæti ennþá sterk-
ari og betur vopnaðri sambönd vinnuveitanda, sem eru
þess megnug að hrinda árásum þeirra og gera aðrar árás-
ir í staðinn, svo sem að láta verkbann og verkfallsbrjóta
koma gegn verkfalli, setja áróðramenn verkamanna á
„svartan lista“, í stað þess er verkamenn setja óhlífna
vinnuveitendur á svarta listann hjá sér, ennfremur að
koma á fót öryggissjóðum vinnuveitanda gegn verkfalls-
sjóðum stéttarfélaganna o. s. frv. Starfsemi og staða
vinnuveitandans er orðin miklum vanda bundin og erfið.
Sú staða gengur tæplega framar í arf frá föður til son-
ar eins og starf handiðnamannsins. Margir munu falla