Samvinnan - 01.10.1933, Síða 85
S A M Y I N N A N
307
íyrir ofurborð í þeirri baráttu, en þeir halda velli, sem
hæfastir eru, en það úrval getur orðið vinnuveitanda-
stéttinni til styrktar.
Þess er að geta, að jafnvel jafnaðarmenn, að minnsta
kosti þeir, sem fylgja kenningum sínum í verki, vilja ekki
á neinn hátt skerða rétt vinnuveitandanna til samtaka
sín á milli til þess að verja áhugamál stéttar sinnar. Þeir
meira að segja. óska þess, að þeir geri með sér slík sam-
tök, því að þá er ekki lengur hægt að andmæla stétta-
baráttunni. Með því er hún nægjanlega réttlætt, og það
vona þeir, að flýti fyrir endanlegri lausn málsins. Það
eina, sem getur tafið fyrir henni, eru svonefndar mann-
úðlegar tilslakanir af hálfu vinnuveitanda, sem mundu
draga úr hita baráttunnar og veikja stéttartilfinningu
verkamanna. En hitt er augljóst, að þeir sem óska eftir
íriði í þjóðfélaginu, hljóta að horfa upp á það með hryll-
ingi, að vinnuveitendur leggi út á þessa braut, sem leiðir
enn lengra til ófriðar og sundurþykkis. En þrátt fyrir
allt er þetta þó ef til vill gagnvegur til friðar, að báðir
flokkar fylki sér sem þéttast hvor gegn öðrum, vegna jafn-
vægis þess, sem er á milli þessara andstöðuflokka -— að
vísu verður það vopnaður friður til að byrja með — en
getur þó leitt til þess, að menn verði neyddir til að leggja
niður vopnin og leg'gja alla misklíð í gerðardóm.
II.
Hvað er höldsgróði?
Höldsgróðinn er m i s m u n u r s ö 1 u v e r ð s o g
tilkostnaðar.
En hvernig er höldsgróðinn reiknaður ? Það virð-
ist vera mjög einfalt reikningsdæmi, og hver smáhöldur
leikui' sér að því fyrir sinn hlut. Frá verðinu á vörunni
tilbúinni, þ. e. a. s. frá venjulegu gangverði hennar á
markaðnum dregur hann framleiðslukostnaðinn, og út-
20*