Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 89
S A M Y I N N A N
311
en þau laun, sem hann myndi heimta sjálfur, ef hann væri
í líkri stöðu hjá öðrum. Þetta er eðlilegt og réttmætt, því
að ábyrgðinni má ekki gleyma, fyrirtækinu fylgja einnig
áhyggjur og áhætta, ekki aðeins fjárhagsleg áhætta held-
ur einnig sú hætta, sem höldurinn stofnar stöðu sinni í
og viðskiptaheiðri. — Og ef hann bæri ekki meira úr
býtum fyrir höldsstarfið en hann gæti fengið í laun í
þjónustu annarra, þá væri honum í alla staði betra að
vinna hjá öðrum. Hann væri þá að minnsta kosti áhyggju-
iaus. Þeir eru líka margir, sem hugsa eitthvað þessu líkt.
En þar með er samlagningin á enda. Eftir er þá að-
eins að draga upphæðina frá söluverði vörunnar full-
gerðrar til þess að fá út afgang þann, sem er höldsgróði.
En þá er þetta að athuga: Verður nokkuð af-
gangs, þegar lokið er þessum reiknings?
Eftir verður því aðeins eitthvað, að verðmæti vör-
unnar fullgerðrar sé hærra en samanlagður allur sá fram-
leiðslukostnaður, sem vér töldum upp hér að framan. En
þar með væri gert ráð fyrir, að höldurinn hefði einhvers-
konar e i n o k u n á vöru sinni, í víðtækustu merkingu
þess orðs. En gróðinn verður enginn, ef einokun eða
einkaleyfi er ekki fyrir hendi, heldur frjáls samkeppni í
iðngreininni, því að af því leiðir, að höldurinn hefir ekki
annað fram að bjóða á markaðinn en það, sem allir aðrir
hafa á boðstólum. Þetta kemur mönnum ef til vill á óvart.
En þetta hlýtur þó að vera svo, því að ef frjáls sam-
keppni er innbyrðis meðal höldanna, þá leita þeir ávallt
allir þangað, sem von er um einhvern ágóða, en það kapp-
hlaup leiðir til þess, að vöruverðið samsvarar framleiðslu-
kostnaði1).
x) Próf. Walras orðar þetta öðruvísi, en skýringar hans
koma mönnum ekki síður á óvart. Hann segir, að h ö 1 d s-
gróðinn sé að jafnaði alls enginn. Með því á hann
við það, að á venjulegum tímum sé verð það, sem höldurinn
verður að greiða fyrir allt það, sem framleiðslunni við kemur
(þar með talið það, sem hann leggur til sjálfur), nákvæmlega
jafnt því verði, sem liann fær fyrir vöruna fullgerða. Og þetta