Samvinnan - 01.10.1933, Side 91
S A M V I N N A N
313
amserfiðið og æðra en það og mikilsverðara í þágu fram-
leiðslunnar; þess vegna er réttmætt að launa betur fyrir
það en venjulega vinnu.
Höldsgróðinn felur þrennt í sér í einu:
a) U p p g ö t v a n i r. Vér höfum áður sagt (I. bindi,
bls. 45), að á undan hverri framleiðsluathöfn fari and-
legt starf, hugsunarstári', vér getum nefnt það uppgötv-
un. En einn þátturinn í starfi höldsins er einmitt sá, að
vinna þetta starf með hugsun sinni; hann þarf að vera
hugmyndaríkur, og þótt hugmyndir hans sé ef til vill ekki
liugvitsamlegar, verður hann þó að hafa viðskiptavit, í
betri merkingu þess orðs; um fram allt verður hann að
finna, hvað almenningi gezt bezt að. Það er ekki nóg, að
höldurinn finni nýjar aðferðir og nýja starfshætti. hann
verður einnig að finna nýjar þarfir, ef svo mætti að orði
komast. Allar framkvæmdir og allur árangur stóriðjunn-
ar á rót sína að rekja til uppgötvana, svo er t. d. um
Bessemer-stálið, Singers-saumavélar. Nobels-tundur o. fl.
b) S t j ó r n i n. Samstarf margra manna er stór-
virkara og hæfara til framleiðslu en störf einstakra
manna. — Það er grundvallarlögmál í hagfræðinni. — En
það er þó bundið því skilyrði, að skipulag sé í starfinu,
agi og yfirstjórn. Einhver verður að skipta verkum og
skipa hverjum manni á réttan stað. Það er hlutverk hölds-
ins, og þess vegna hafa menn nefnt hann herforingja
iðnaðarins (captain of industry, Carlyle). Og
það er í raun og veru líkt ástatt með iðnað og hernað.
Hver er sigurvegarinn? Foringinn, sá, sem liðinu stýrir.
En til sigurs þarf einnig góða hermenn og sömuleiðis góð
vopn. En það eru skilyrði til sigurs, en ekki frumorsök
sigursins. Sönnun þess er sú, að sama lið með sama víg-
búnaði mundi bíða ósigur, ef því væri illa stjórnað. Eins
er um iðnfyrirtæki, stjórnin er það, sem mestu ræður.
Það sannast daglega á því, að af tveimur fyrirtækjum,
sem bæði eru eins skipuð að mönnum og tækjum, heppn-
ast annað ágætlega, en hitt fer í hundana.
c) Verzlunarhyggindi. Það þýðir lítið að