Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 93
S A M V I N N A N
315
ugri eftir að út kom fyrri hlutinn af Das kapital
eftir Karl Marx. Og nú skulum vér taka hér stutt yíirlit
um það, hvernig sá mikli röksnillingur ræðst á og rífur
niður réttindi höldsins eða vinnuveitandans til þessa
gróða.
Það er fáránleg og úrelt skoðun, sem kemur fram
hjá eldri hagfræðingum. að hlutverk höldsins sé sam-
bærilegt við hlutverk verkamannsins. Áður var það svo,
að vinnuveitandinn vann sjálfur með vei’kamönnum sín-
um, p r i m u s i n t e r p a r e s, og þá var rétt að telja
hann í einu bæði verkamann og framleiðanda. Og enn í
aag kemur þetta fyrir í handiðnum. En í stóriðjunni,
sem er framtíðarskipulag, er vinnuveitandinn fjárgróða-
maður og ekkert annað. Hann er vinnuveitandi, af því
að hann er auðugur, alveg eins og menn voru herforingjar
áður, af því að þeir voru aðalsmenn. Og hann eykur fé
sitt með höldsgróðanum alveg á sama hátt og hver ann-
ar kaupmaður, með því að kaupa til þess að selja. En
hvað kaupir hann? Vinnukraft verkamanna. Og hvað
selur hann? Sama vinnukraft, þegar búið er að breyta
honum í vörur. Munurinn á kaupverði og söluverði er
gróði hans.
Ennþá er eftir að skýra þennan mun, sem myndar
gróða höldsins. Hvernig stendur á honum? Kenningar
Marx um verðmæti fela einmitt það í sér, að hlutirnir
hafi ekki annað verðmæti en það, sem vinnan veitir
þeim, og verðmætið er mikið eða lítið eftir því, hve
vinnan við þá er mikil. Það mætti því svo sýnast, að
vinnuveitandinn gæti ekki selt afurðirnar af vinnu verka-
mannanna fyrir hærra verð en hann hefir greitt þeim
fyrir vinnukraftinn. Þar í liggur einmitt vandinn, það er
„gáta ranglætisins“, sem Karl Marx hefir ráðið. Og nú
skulum vér heyra ráðninguna.
Afurðir þær, sem höldurinn flytur á markaðinn,
hafa að vísu það verðmæti, sem ákveðið er af vinnu
þeirri, sem til þeirra er kostað. Gerum ráð fyrir, að
verkamaðurinn hafi unnið að þeim í tíu stundir, þá jafn-