Samvinnan - 01.10.1933, Page 94
S A M Y I X X A X
316
gildir verðmæti heirra tíu stunda vinnu. En hvers virði
er vinnukraftur verkamannsins ? Verð hans er akveðið
af framleiðslukostnaðinum, alveg eins og' verð hverrar
vöru, t. d. verð á vél. En þegar sú vél á í hlut, sem nefnd
er mannlegur vinnukraftur, er framleiðslukostnaðurinn
falinn í því, sem það hlýtur að kosta, að k o m a u p p
v e r k a m a n n i, Þ. e. a. s. uppeldi hans og framfæri frá
fæðingu og til fullorðins aldurs. Gerum nú ráð fyrir, að
óumflýjanlegur kostnaður við þetta og ennfremur við-
hald vinnukraftarins samsvari fimm stunda vinnu á dag
að meðaltali. Vinnan er þá verð fimm stunda vinnu. Og
þegar vinnuveitandinn greiðir verkamanni vinnulaun, sem
samsvara fimm stunda vinnu, þá greiðir hann nákvæm-
lega þá upphæð, sem vinnan kostar, samkvæmt venju-
legum reglum um verðmæti og viðskipti. En þegar hann
lætur verkamanninn samt sem áður vinna tíu stundir á
dag, þá samsvara afurðirnar af því verki tíu stunda
vinnu. Útkoman verður því sú, að vinnuveitandinn borgar
verkamanninum samtals jafngildi fimm stunda vinnu, en
þegar hann selur vöruna, sem verkamaðurinn skapar
með vinnu sinni, þá fær hann fyrir hana jafngildi tíu
stunda vinnu. Kaupverð og söluverð vörunnar er því mis-
hátt, söluverðið hærra, sem svarar fimm stunda vinnu.
Þennan mun kallaði Karl Marx v e r ð a u k a og það er
úrslitaatriðið í röksemdaleiðslu hans.
Eftir þessu að dæma fær vinnuveitandinn fimm
stunda vinnu í sinn hlut, sem hann þarf ekki að borga
fyrir, og verkamaðurinn vinnur þær fimm stundir kaup-
laust, til hagnaðar fyrir vinnuveitanda. Höldsgi’óðinn er
því ekkert annað en óborguð vinna, og þetta er lausnin á
þeirri ráðgátu, hvernig fjármagnið fer að því að kúga
verkamennina1). Það er augljóst, að þessi óborgaða vinna
*) Röksemdaleiðsla Marx er miklu lengri og flóknari en
hér er sýnt. — Rétt er, að blanda ekki saman höldsgróða
og Verðauka. Sjó annars urn þetta efni Gide og Rist:
Histoire des doctrines economiques.