Samvinnan - 01.10.1933, Page 95
S A M V I N N A N
317
margfaldast og eykst eftir því sem verkamenn eru fleiri í
vinnu. Því meiri verður ágóðinn, því fleiri sem þeir eru.
Menn geta fært þessa kenningu í einfaldari, en um
leið ónákvæmari búning, með því að miða við það grund-
vallaratriði, að v e r ð m æ t i þ a ð, s e m m a ð u r
framleiðir m e ð v i n n u s i n n i, e r m e i r a e n
þ a ð v e r ð m æ t i, s e m sami maður þarfnast
sér til framfæris. Þetta kemur fram hjá einstök-
um mönnum, sem vinna út af fyrir sig, og þó í miklu
stærri stíl hjá þeim verkamönnum, sem vinna að stór-
iðju, þar sem samvinna og verkaskipting á sér stað til
fullrar hlítar. Siðmenning og vöxtur þjóðanna hefði
aldrei getað átt sér stað, ef svo væri ekki. Og vinnuveit-
andinn, sem ræður yfir keyptum vinnukrafti, finnur ótelj-
andi ráð til þess að gera hann eins arðbæran og unnt er.
Hann lengir vinnutímann, hann örvar áhuga og elju
verkamannsins með ákvæðisvinnu og hlutdeild í ágóðan-
um og öðrum tálbeitum, hann sýgur merg og mátt úr
honum og börnum með aðstoð vélanna, þar sem hægt er
að nota hina veiku krafta þeirra. Hins vegar styður aukin
tækni og vélar að því, að hægt sé að framleiða með minni
kostnaði allt það, sem verkamenn þurfa sér til framfæris,
og með því móti fellur vinnukrafturinn í verði, því að
hann getur ekki kostað meira en framfæri verkamannsins
kostar. Ef arðsemi vinnunnar ykist t. d. svo mikið, að
ekki þyrfti nema 5 mínútur til þess að framleiða fæði
handa verkamanni, sem vinnur í 10 stundir, þá væri verð-
n æti vinnudagsins ekki meira en það, sem samsvarar
fimm mínútna vinnu. Vinnuveitandinn myndi þá miða
vinnulaunin við það, en afganginum mvndi hann stinga
í sinn eiginn vasa. Gróði hans myndi þá samsvara þeirri
vinnu, sem unnin er á níu stundum og fimmtíu og fimm
mfnútum!
Allar þessar röksemdaleiðslur eru til þess gerðar að
sýna fram á. að höldsgróðanum sé stolið frá verkamönn-
um, þar eð hann sé þannig til kominn, að ekki sé borgað
fyrir svo og svo mikið af vinnunni. Og allar l\víla þær á