Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 96
318
S A M V I N N A N
einu einasta atriði, og það er sú staðhæfing, að verð-
mæti vöru samsvari þeirri vinnu, sem í hana er lögð. Þar
við má bæta, að í þjóðfélögum nútímans sé vinnukraft-
urinn ekkert annað en vara, sem verzlað er með, og hann
geti ekki frekar en aðrar vörur verið meira verður en
vinna sú, sem með þarf til þess að framleiða hann. En
ef menn fallast ekki á þessa staðhæfingu — og það gera
fáir nú orðið — þá duga þessar röksemdir ekki lengur,
og allar þessar hugsmíðar hrynja til grunna.
Samt sem áður er margt rétt í þessum röksemda-
leiðslum -- fyrst og fremst sögulega rétt. En þær eru
frekar ádeila á launakerfið en á höldsgróðann. Alveg
rétt er sú staðhæfing, að í launakerfi nútímans sé vinn-
an ekkert annað en vara, sem menn hafa okrað á, að
vinnuveitendur hafi stöðugt reynt að fá hana fyrir allra
lægsta verð og þeim hafi tekizt það ótrúlega vel öldum
saman. En þar með er ekki sagt, að hlutverk vinnuveit-
anda hafi verið það eitt, að kaupa vii.nukraft og selja
vörur þær, sem unnar voru með honum. Hlutverk vinnu-
veitanda er miklu meira og margþættara. Hins vegar er
þess að gæta, að ekki er unnt nú á tímum að fara með
þessa vöru, vinnukraftinn, eins og hvern annan vöru-
sekk. Stéttafélög, verkamannalöggjöf, samvinna — allar
slíkar aðgerðir stefna að því, að tempra vinnulaunin eftir
allt öðrum lögmálum en þeim, sem ráða venjulegu vöru-
verði Með þeim er reynt að sjá hag verkamanna þannig
borgið, að þeir njóti sömu réttinda og meðeigendur fyr-
irtækjanna.
3. Þessar tvær skoðanir, sem r.ú hefir lýst verið, eru
báðar einhliða. Önnur reynir að verja höldsgróðann, en
hin deilir á hann. En höldsgróðinn er samansettur úr
mörgum ólíkum þáttum, sem ekki er hægt að meta rétti-
lega alla í einu. Eftir skoðun vorri verður að gera mun
á tveim tegundum ágóða, og þær eru þessar:
a) Fyrst er sá höldsgróði, sem frjálslyndir hagfræð-
ingar tala um, og fólginn er í launum fyrir starf við að
stjórna fyrirtækinu, finna vörununr m.arkað og koma