Samvinnan - 01.10.1933, Side 97
S A M V I N N A N
319
þeim út. Þar með má telja tryggingu gegn ýmisskonar
áhættu. I raun og veru er þetta enginn höldsgróði, held-
ur hluti af framleiðslukostnaði. Jafnvel þótt fjármagns-
skipulagið yrði afnumið og í þess stað kæmi þjóðnýting
eða samvinna, yrði ekki hjá því komizt að kosta þessu
til. iMunurinn yrði sá einn, að þá yrði þetta fé greitt for-
stjóra fyrirtækisins í stað þess, að nú rennur það til
vinnuveitandans.
b) Þá er sá gróði, sem nefna mætti ágóðaauka
(s u r - p r o f i t), sem stafar af ýmsum hagfellaum á-
stæðum og tilviljunum. Þær ástæður geta verið persónu-
legar eða þá ytri ástæður. Ýmist eru þær þess valdandi,
að h ö 1 d u r i n n g e t u r f r a in 1 e i 11 u n d i r v e n j u-
1 e g u k o s t n a ð a r v e r ð i og hagnazt á þann veg, eða
hann getur selt vörurnar við hærra verði
enkostaðhefiraðframleiðaþær, og þá hefir
hann einokun á þeim. Þetta síðarnefnda fyrirbrigði er
miklu algengara en halda mætti. I fyrsta lagi getur lög-
gjöfin komið því til leiðar með einkaleyfi eða verndar-
toili. í öðru lagi getur það stafað af ýmsum ástæðum
öðrum, svo sem því, að höldurinn eigi fé, meira eða
minna, sem alltaf bætir aðstöðu hans í fátæku landi, eða
þá að verzlunarnafn hans er vel þekkt í verzlunarheimin-
um eða hann er á heppilegum stað til viðskipta. Allir
hafa eitthvað slíkt til ágætis fyrirtæki sínu. Og það er
einmitt þessi ágóðaauki, sem skapar stóreignirnar, þegar
heppnin er með og vel stendur á1).
Það er eins og Shakespeare hafi haft þetta í huga,
þegar hann segir þessi orð:
*) Mörg dæmi má nefna um miljónagróða, sem stafar af
uppgötvunum, án þess þó, að sérstakt hugvit eða snilid komi til
greina. Nefna mætti t. d. skóreimar, lásnælur, stálþenna, blý-
anta með strokleðri á endanum o. fl. o. fl. Og laglegan skildíng
hefði mátt græða á póstkortum, ef einn maður hefði haft einka-
leyfi á þeim.