Samvinnan - 01.10.1933, Síða 98
320
S AMVIXX AX
„í auðnu manns er bæði flóð og fjara
sá fleygistraumur leiðir beint til hafnar,
ef rétt er stýrt, eri annars bíða boðar
og brekar þeir, sem ekkert staðizt getur".
Ágóða-aukinn getur augljóslega ekki talizt jafn-
réttmætur og sjálfsagður og venjulegur höldsgróði, því
að hann felur í sér forréttindi eða að minnsta kosti ólíkar
aðstæður. En hér verða menn að gera mun á tvennu. í
fyrra lagi því, þegar ágóða aukinn stafar af sparnaði á
framleiðslukostnaði; þá er hann nokkurskonar verðlaun
fyrir uppfinningar og iðnaðarframfarir, og í stað þess
að íþvngja neytendum, eins og einokunin gerir, er hann
til ábata öllum almenningi — og það oft miklu meira en
höldinum sjálfum. Höldurinn fær venjulega ekki í sinn
hlut nema lítið eitt af því, sem sparazt hefir; og ekki
líður á löngu þar til sá litli hluti er af honum tekinn líka,
þó að hann sé vel að honum kominn. Og það er sam-
keppnin, sem sviptir höldinn þessum ágóða, svo að það,
sem áður var lágmark framleiðslukostnaðar, verður nú
venjulegur framleiðslukostnaður. I öðru lagi og annars-
konar er sá ágóða-auki, sem stafar af raunverulegri ein-
okun, sem gerir höldinum mögulegt að selja vöru sína
yfir venjulegu verði. Þá er ágóða-aukinn skattur, sem
sjálfsagt er að berjast á móti og reyna að afnema En þess
er að gæta, að sá skattur er lagður á neytendurna, en
ekki tekinn af launum verkamannanna.
Þessi spurning, um réttmæti höldsgróðans, minnir
óneitanlega á skólaspekina gömlu, og væri ef til vill rétt-
ast að svara henni með annari spurningu: Er hlutverk
vinnuveitandans ekki óþarft? Ef menn gæti verið án
hans, er augijóst, að engin þörf’ er á að launa honum.
Það er þetta atriði, sem vér skulum athuga hér á eftir.