Samvinnan - 01.10.1933, Page 103
S A M Y I N N A N
325
FIMMTI KAPÍTULI.
Styrkþegar.
I.
Ýmsar tegundir örbirgðar.
v'ér höfum áður minnzt á það, að til er í flestum
löndum flokkur auðugra iðjuleysingja. En auk þeirra
hefir alltaf og alstaðar verið til flokkur fátækra iðjuleys-
ingja, ýmist stór eða lítill. Það eru menn, sem engar
eignir eiga og geta ekki eða vilja ekki lifa á vinnu sinni.
Þeir geta því ekki lifað á öðru en því, sem þeir hljóta af
tekjum annarra1).
En hvers vegna vinna þessir menn ekki? Það getur
stafað af þremur orsökum.
1. Af því að þá vantar g e t u til þess að vinna, svo
sem börn, gamalmenni, sjúklingar og fatlaðir menn.
2. Af því að þeir fá ekki t æ k i f æ r i til þess að
vinna. Það er ekki nóg að hafa góðan vilja á að vinna,
menn þurfa einnig að „fá einhverja vinnu“, eins og sagt
er, þ. e. a. s. þeir verða að ráða yfir efni og áhöldum, en
hvort tveggja getur vantað, þegar atvinnuleysi er.
3. Af því að þá vantar v i 1 j a n n til að vinna. Eins
og vér vitum, fylgir allri vinnu meiri eða minni áreynsla
og erfiði — og það svo mjög, að fjöldi manns tekur
heldur þann kost, að eiga á hættu að svelta heilu hungri,
*) f Frakklandi telst mönnum svo til, að í þeim flokki sé
1400000 manna eða 3,6% af allri þjóðinni En í þessum flokki
fátœklinga vinna margir eitthvað og njóta ekki styrks nema aff
nokkru leyti.