Samvinnan - 01.10.1933, Side 104
326
SAMVINNAN
\
en að legg-ja á sig það erfiði og beygja sig undir þann
aga, sem allri vinnu hlýtur að fylgja.
En hvað á þjóðfélagið að taka til bragðs gagnvart
þessum þremur flokkum hjálpar þurfandi manna? Það
getur ekki komizt hjá þeirri nauðsyn að hafa einhver
afskipti af þeim.
Það er félagsleg ábyrgðartilfinning, sem neyðir það
til að rétta fyrsta flokknum hjálparhönd. Það er t. d.
þjóðfélaginu sjálfu fyrir beztu að sjá til þess, að alin sé
önn fyrir börnunum og þeim veitt sómasamlegt uppeldi,
því að þau eru framtíðarstofninn. Að vísu liggur það í
hlutarins eðli, að það stendur heimilinu næst að fóstra
bömin; en nú á dögum er heimilum oft sundrað. Stundum
á barnið ekkert heimili, t. d. ef það er óskilgetið, og
stundum verður að taka börnin frá foreldrunum, af því
að þeir þrælka þau og mannskemma. Hins vegar má
segja um gamalmenni og sjúklinga, að þjóðfélaginu er
enginn hagur í að halda í þeim lífinu, því að slíkt fólk er
einskis virði fjárhagslega, og það, sem því er veitt eða
gefið, dregur frá hinum, sem starfandi eru í þjóðfélag-
inu. En siðferðisþroski hverrar þjóðar er að minnsta
kosti jafnmikils verður og fjármálaþroski hennar, og
ekki myndi það teljast þroskavænlegt siðgæði neinnar j
þjóðar, að hún léti sjúklinga sína og gamalmenni horfalla.
Enda þótt slíkt þjóðfélag væri kallað siðmenntað, væri
það samt á lægra menningarstigi en villimenn, sem drepa
gamalmennin hreinlega til þess að losa þau undan skorti
og langri vanlíðan.
Þjóðfélagið verður einnig að skipta sér af öðrum
flokknum, af því að það á að nokkru leyti sök á óláni því,
sem háir honum1). Það er fjármálaskipulag þjóðfélags-
ins, sem veldur því óeðlilega ástandi, að verkamanninn
*) þessi ástæða getur einnig átt lieinia um þriðja flokkinn.
þjóðfélaginu má að nokkru leyti um kenna afbrotin engu síður
en fátæktina.
28