Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 105
SAMVINNAN
327
vanhagar um tæki og verkefni. Það hefir með því móti
neytt hann til þess að fala vinnu hjá öðrum til þess að
geta lifað1). Framfarirnar sjálfar — eins og þær birtast
í stórframleiðslunni, í uppgötvunum verkfræðinnar, í
millilandaviðskiptum, í samkeppni — leiða oft til atvinnu-
leysis og kreppu. Þegar svo stendur á, er það réttmætt,
að þjóðfélagið hlaupi undir bagga og komi þeim til bjarg-
ar, sem særðir eru og sigraðir, því að þj óðfélagsheildin
nýtur góðs af öllum framförum og hún sker upp alla á-
vextina af sigrunum. Slík gagnkvæm hjálp er í alla staði
réttmæt2).
Að lokum getur þjóðfélagið ekki látið þriðja flokk-
inn afskiptalausan vegna þess, að hann er hættulegur öll-
um almenningi. Það er einmitt úr flokki iðjuleysingja og
betlara, sem hópur afbrotamanna eykst jafnt og þétt. Og
þar eð þjóðfélagið verður að kosta miklu til að sjá þeim
fyrir framfæri, sem brotlegir hafa gerzt og settir eru í
fangelsi eða betrunarhús, þá er það vissulega betra ráð
og hagfelldara að gæta þess í tíma, ef hægt er, að menn
gerist ekki brotlegir3).
Þjóðfélagið á að gera þetta. En hitt er álitamál, hvort
g«ra skuli það að 1 a g a 1 e g r i skyldu eða siðferði-
1 e g r i. Á löggjöfin að taka upp ákvæði, sem skylda þjóð-
félagið til þess, svo að með því væri viðurkenndur réttur
hverjum nauðstöddum manni til þess að krefjast hjálpar
og leita sér aðstoðar dómstólanna til þess að fá hana?
J) því má ekki gleyma, að enn á vorum dögum kemur það
fyrir, að menn deyja úr hungri. Samkvæmt opinherum skýrsl-
um frá Lundúnum dóu þar árið 1907 samtals 48 manns úr
hungri, þ. e. beinum næringarskorti. það er allt að því einn
maður á hverri viku að meðaltali. Og eítir rannsóknum hjálp-
ræðishersins að dæma eru þeir miklu fleiri, sem svelta til
dauðs, allt að 200 manns á ári.
*) Sjá nánar um þetta í Sociala Studier, VI, eftir
próf. G. F. S t e f f e n s.
3) I nýtízkufangelsum nú á tímum kostar einn fangaklefi
6000 franka, eða allt að því eins mikið og snotur verkamanna-
bústaður.