Samvinnan - 01.10.1933, Síða 106
328
SAMVINNAN
En ef menn líta á þetta mál frá sjónarmiði miskunn-
senii og- kærleika, þá er almennur fátækrastyrkur mörg-
um manni þymir í augum, og það því fremur, ef hann er
skyldubundinn, þvi að skyldubundin miskunnsemi og
lögboðinn kærleikur eru fjarstæða. En af þeim ástæðum,
sem vér höfum þegar nefnt, teljum vér það raunverulega
skyldu þjóðfélagsins að styrkja þá, sem þurftarmenn eru,
að minnsta kosti svo, að þeim nægi til brýnustu lífsþarfa.
Og vér lítum svo á, að sú styrktarstarfsemi ætti að vera
lögboðin. En það dugar ekki lagaboðið eintómt. Á fjár-
lögum ríkisins og í fjárhagsáætlunum borga og héraða,
verður að ætla fé til þess, og fyrirkomulagi styrktarstarf-
seminnar verður að vera þannig háttað, að þurftarmenn
geti notið réttar síns til styrksins.
Lögbundinn fátækrastyrkur gerir góðgerðastarfsemi
einstakra manna enganveginn óþarfa, eins og sumir
halda. Lögbundni styrkurinn á ekki að ná til annarra en
þeirra, sem brýnasta hafa þörfina, og þá er nóg verk-
efni eftir handa hinum, sem vilja gera gott óbeðið. Það
er engin hætta á, að þeim takist ekki að finna nógu
marga, sem eru hjálparþurfi. Hver maður þekkir meiri
eymd og meira volæði en hann megnar að bæta úr.
' II.
ókostir opinberra styrkveitinga.
Opinberar, lögbundnar styrkveitingar eru ekki með
öllu áhættulausar, allra sízt þegar löggjöfin veitir þurfa-
lingum sérstakt tilkall til þeirra. Allir eldri hagfræðingar
nafa bent á það, en enginn þó eins rækilega og Malthus.
Áhættan er í því fólgin, aðfjöldi þurfalinga vex
i r é 11 u h 1 u t f a 11 i v i ð styrktarféð, s e m
þeim er ætlað. Og þessi ókostur kemur sérstaklega