Samvinnan - 01.10.1933, Side 107
S A M V I N N A N
329
skýrt fram, þegar styrkurinn er bundinn lagafyrirmælum.
En hvemig stendur á því?
1. Lögbundinn styrkur verður oft til þess að draga
úr forsjá manna og fyrirhyggju. Fjöldi manna er svo
gerður, að hann myndi bjargast af upp á eigin spýtur,
ef hann hefði engum að treysta nema sjálfum sér; en
þegar hann á vísa von um styrk af almannafé, vanrækir
hann skyldu sína að sjá sér og skylduliði sínu farborða.
„Verið ekki áhyggjufullir“, stendur í ensku verkamanna-
kvæði, „sveitin er góð móðir, hún mun sjá vel fyrir okkur“.
2. Lögbundinn og fyrirfram ákveðinn styrkur leiðir
til aukinnar fólksfjölgunar meðal þurfamanna. Þurfaling-
arnir bera engar áhyggjur fyrir framfæri barna sinna, af
því að þeir þurfa ekki að kvíða fyrir að kosta uppeldi
þeirra. Þvert á móti getur það verið þeim í hag að eignast
sem flest börn, því að styrkurinn er veittur í hlutfalli við
barnafjöldann. Menn neyðast þannig til að verðlauna þá,
sem auka örbirgð þjóðarinnar. Og í lægðum þjóðfélags-
ins safnast öreigalýðurinn fyrir smátt og smátt, lýður,
sem lætur að erfðum frá kynslóð til kynslóðar bæði rétt-
indi sín og vesaldóm — lýður, sem er fyrirlitinn og van-
virtur, en unir þó of vel hag sínum við styrk og stuðning
annarra og kærir sig því ekki um að breyta til.
3. Styrktarstarfsemin veikir framleiðslustéttir þjóð-
félagsins og vinnur því þveröfugt við lögmálið um eðli-
legt úr\7al, sem einmitt stefnir að því að fullkomna heild-
ina með því að láta þá fullkomnari ráða, en hina hverfa
smátt og smátt. Það er augljóst, að öreigamir eru ekki
þeir hraustustu eða manndómsmestu í þjóðfélaginu. Og
til þess að framfleyta þeim verður að skattleggja hina.
Þ. e. a. s. framfærslueyri þeirra verður að taka af fram-
leiðslu þeirra manna, sem unnið geta og framleiðslu
stunda. En þegar þurfamannastéttin vex af sjálfu sér,
þá vex um leið og þyngist skattur sá, sem lagður er á
vinnustéttina og getur endað með því að steypa einnig
þeirri stétt í örbirgð og vesaldóm.
Athugasemdir þessar getum vér þó ekki talið fullgild-