Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 109
SAMVINNAN
3^1
Malthus hafði í huga, þegar hann setti fram hrakspár
sínar um þetta efni.* 1)
Það er vitanlegt, að framfærsla þjóðfélagsins á öll-
um sjúklingum, öryrkjum og iðjuleysingjum hlýtur að
hafa í för með sér eyðslu fjár og krafta. En við því verð-
ur ekki gert. Markmið styrktarstarfseminnar, eins og
menn skilja hana nú á dögum, er ekki það að safna og
geyma hina sorglegu ávexti örbirgðarinnar, heldur hitt,
að berjast gegn orsökum örbirgðarinnar og uppræta þær.
Elzta, einfaldasta og virðingarverðasta tegund
styrktarstarfsemi einstakra manna er ölmusugjöfin, þ. e.
þegar þurfalingnum er rétt gjöfin milliliðalaust. Sú að-
ferð á sér langa og fagra sögu. En nú á tímum eru menn
samhuga um, að sú aðferð nái skammt og sé næsta ófull-
nægjandi og hætti jafnvel til þess að leiða af sér betl og
hræsni á báða bóga. Slík góðgerðastarfsemi er líka orðin
fremur fágæt nú á tímum. I stað hennar eru víða komin
upp góðgerðafélög og stofnanir, sem eru milliliðir milli
styrkveitanda og þurfalinga.
Gefendur leggja þá fram skerf sinn í peningum, ann-
aðhvort vissa upphæð árlega eða þá eftir ástæðum og
hentugleikum; þeim peningum er síðan varið til styrktar
þurfalingum og sá styrkur aðallega veittur í nauðsynja-
vörum. En eftir því sem slíkri félagsstarfsemi vex fiskur
um hrygg hættir henni til þess að stirnðna í skriffinnsku
og stjórnvafstri, en það eru einmitt þeir ágallar, sem al-
mennri fátækraframfærslu eru fundnir til foráttu. Og
framlög félagsmanna verða eins og hver annar skattur, sem
*) Fjpldi þeirra. sem á fátækraframfæri voru í Englandi,
jókst mjög í fyrstu; árið 1849 var hann orðinn 1,088,000 eða
6,3% af allri þjóðinni. En síðan fór hann lækkandi mjög ört, og
árið 1910 var hann kominn niður í 923,000, eða 2,6%.
I Svíþjóð voru á fátækraframfæri 225,000 manns árið 1861;
235,000 manns árið 1900, og 244,000 manns árið 1912 (6,5% af
fólksfjölda). Sömu tölur í Finnlandi eru 74,000, 71,000 og 90,000
(2,8% af fólksfjölda).