Samvinnan - 01.10.1933, Side 110
332
S A M V I N N A N
menn leggja á sig af frjálsum vilja, án >ess að hugur
manna til góðgerða eða hjálpfýsi vaxi eða þróist.
Til þess að ná sem beztum árangri og sneiða hjá hætt-
unum virðist nauðsynlegt að sameina góðgerðastarfsemi
einstakra manna og opinbera styrktarstarfsemi. Það er
einmitt slík sameining, sem koiuið er á í svonefndri E1 b-
erfeld-aðferð1). f fyrsta lagi er einstökum mönnum
falið að koma á heinn'lin og kynna sér ástæðumar; hver
heimsækjandi hefir tiltekinn fjölda heimila eða sérstakt
hverfi; hverjum manni er talið skylt að taka að sér þetta
heimsóknastarf, þótt ekki sé það fyrirskipað með lögum.
í öðru lagi leggur sveitin eða kaupstaðurinn fram fé það,
sem nauðsynlegt er til styrktar og hefir um leið umsjón
með því, að fénu sé réttilega varið, en sú umsjón er þó
mjög lausleg.
Nú á dögum er það algeng staðhæfing, að tími fá-
tækraframfærslunnar sé á enda eða eigi að vera það. í
hennar stað eigi að koma t r y g g i n g i n, það er eins kon-
ar góðgerðastarfsemi, sem allir eru þátttakendur í. Menn
segja sem svo, að örbirgðin sé annaðhvort afleiðing af
slysum eða fyrirhyggjuleysi, og þá þurfi ekki annað en að
skylda menn til fyrirhyggju og koma tryggingunum þann-
ig fyrir, að þær nái yfir allar áhættur lífsins, nái m. ö. cx
fyrir rætur hins illa. En hvernig má það verða, að trygg-
ingarnar komist fyrir allar orsakir örbirgðar? Hvernig er
hægt að tryggja gegn ofdrykkju, spilafíkn, leti, flakki
ofl.?i). — Og þó svo væri, að það tækist, þá má ekki
gleyma því, að þjóðlegar tryggingar og almennir styrkt-
arsjóðir þiggja styrk frá ríkinu, þ. e. a. s. frá skattgreið-
öndum. og sá styrkur er lögboðinn skattur á vinnuveit-
óndum, eða þá skattur, sem einstakir gefendur og unn-
’) þeirri aðferð var fyrst komið á í þýzka bænum Elberfeld
árið 1853.
2) Til eru þeir menn, sem heldur vilja lifa á flakki og betli
en reglulegri atvinnu, þó að þeir eigi kost á henni. Hvert siðaö
þjóðfélag á ennþá sína villimenn.