Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 111
S A M V I N N A N
333
endur styrktarsjóðanna leggja á sig af fúsum og frjáls-
um vilja.
Annars er það misskilningur, að almennar trygging-
ar geti orðið til þess að uppræta örbirgð og fátækt; þær
eru aðeins til styrktar og hjálpar. — Brunatryggingar
geta t. d. ekki komið í veg fyrir eldsvoða eða eldhættu;
þær geta aðeins veitt þeim skaðabætur, sem fyrir því
verða. Til þess að koma í veg fyrir fátækt og örbirgð
verða menn að stíga miklu lengra skref og breyta því fjár-
hagslega og siðferðislega skipulagi, sem elur af sér og við-
heldur þjóðskipulegum vesaldómi og veikir viðnámskraft
mannanna.
III.
Skipulag fátækraframfæris.
Agnúar þeir, sem fátækraframfæri fylgir, virðast
verða fæstir og minnstir, ef fylgt er reglum þeim, sem hér
verða greindar:
1. Fátækraframfærið sé bundið við sveitir eða
h r e p p a. Sveitin er nokkurskonar þjóðfélagsheild út af
fyrir sig, og hún á hægara með en ríkið að meta þaríir
einstaklinganna, og hún fer venjulega betur með fé það,
sem skattgreiðendur greiða af hendi.
2. Fátækraframfærið á að vera í höndum sér-
stakra stofnana, sem helzt ættu að greinast í þrjá
flokka, sem samsvara þrískiptingu þeirri, sem vér höfum
um orsakir fátæktar — öryrkjar,. atvinnuleysingjar og
iðjuleysingjar eða betlarar — og sem skilyrði styrks verð-
ur að krefjast þess, að einhver viss vinna sé innt af hendi.
Góðgerðastarfsemi einstakra manna á fátækranefnd ekki
að skipta sér af, að öðru leyti en því, að benda mönnum
á, hvar þörfin er mest.1).
*) Algengt er orðið til sveita á Norðurlöndum að hafa fá-
tækraheimili, þar sem stundaður er húskapur og jarðrækt í