Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 112
334
S A M V I N N A N
3. Að lokum verður að krefjast þess, að allt betl sé
afnumið. Sé þurfaling’um leyft að bjarga sér sjálfir með
betli, án þess að vinna, verður engu skynsamlegu skipu-
lagi við komið á fátækraframfærið. En þess verður að
gæta hér, að byrja ekki á öfugum enda. Það má ekki
banna mönnum að betla, á meðan ekki er komið skipulag
á fátækraframfærið. Lögin geta bannað manni að rétta
fram höndina og biðja, þegar þau hafa séð honum fyrir
framfærslu, en þau geta það ekki á meðan þau hafa ekki
séð honum farborða, svo að hann verður annaðhvort að
betla eða deyja drottni sínum. Þannig var þetta áður í
Frakklandi. beui var talið til afbrota og sömuleiðis flakk,
þ. e. að eiga hvorki hús né heimili. Samt sem áður úði og
grúði af betlurum og flækingum.
I Englandi er langt síðan að lögbundið skipulag komst
á um fátækraframfæri. Lög um það (P o o r Act = fá-
tækralög) eru til síðan 1601, og var þar með stigið merki-
legt spor í lagasetningu. Hvert sveitarfélag er skyldugt
að ala önn fyrir þurfalingum sínum í sérstakri vinnustofu
(w o rk h o u s e s) eða á heimilunum, og verður að stand-
ast þann kostnað með því að greiða sérstakan skatt, sem
nefndur var poor-rates (fátækraskattur). Upphæð
hans var samtals fyrir stríð komin upp í 375 miljónir
franka. Um þetta skipulag hefir verið rætt og ritað og
deilt afar mikið. Stundum hafa menn haldið því fram, að
vistin í vinnustofunum kæmi í veg fyrir agnúa þá, sem
fylgja því, að setja þurfalinga niður á heimilin. Stund-
um hafa menn aftur á móti talið það niðrun og lítillækkun
gagnvart þurfalingum að. koma þeim fyrir í vinnustofun-
hœíilega stórum stíl, og gefst það yfjrleitt vel. — Margt mælir
á móti því, að setja þurfalinga niður a cinstök
heimili, en þó or hægt að koma því svo fyrir, að vel megi við
una, t. d. með því, að gcrðir sé skriflegir samningar um fram-
færsluna og viðurgerning allan og strangar gætui sé hafðar á
því, að þeim samningum sé fylgt. Hrein og bein ósvinna er það,
sem tiðkazt hefir fram að þessu í sumum löndum, að bjóða
þurfalinga niður og sctja þá til þeirra, sem lægst hjóða.