Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 118
340
S A M V I N N A N
væri af fiski, því meira yrði klakið, því meira sem brennt
væri af viði, því hærri og þéttari yrði trén í skóginum.
II.
Gretui- framleiðslan alltaf fullnægt neyzlunni?
Lögmál Malthus’.
Þrátt fyrir það, sem áður er sagt, að neyzlan þurfi
ekki alltaf að hafa eyðingu í för með sér, er það samt svo,
að mestöll neyzla eyðir og étur í sig framleiðsluvörumar,
ekki sízt á það við um neyzlu daglegra fæðutegunda.
Hver maður, sem í heiminum fæðist, hefir einn munn
— og tvær hendur — en munnurinn byrjar starf sitt strax,
en hendurnar ekki að neinu ráði fyrr en eftir 15—20 ár.
Og það er ekki þar með nóg. Vér höfum áður séð, að hag-
fræðingar óttast, að framleiðsla næringarefna muni tak-
markast í framtíðinni, samkvæmt lögmálinu um minnk-
andi afrakstur jarðarinnar, en fjöldi munnanna, sem metta
þarf, fer vaíalaust vaxandi jafnt og þétt, og engin skyn-
samleg ástæða er til að ætla, að matarlyst komandi kyn-
slóða verði minni en þeirrar, sem nú lifir. Þannig er það
vel hugsanlegt, að sá dagur komi, er framleiðslan hættir
að hrökkva til fyrir neyzlunni.
Þess vegna hefir komið upp sú spurning, sem er fyr-
irsögn þessa kafla, og sú spurning hefir orðið hagfræð-
ingum ærið umhugsunarefni.
Fyrir rúmri öld var óttinn við þetta látinn í ljós mjög
kröftulega. Það gerði enski hagfræðingurinn Malthus. í
setningu þeirri, sem víðfræg er orðin, fullyrti hann, að
fólksfjöldinn ykist eftir margfeldisröð,
ekki lífsviðurværið nema eftir töluröð.
Þetta sýnir Malthus með tölum, eins og hér fer á eftir,
en vitanlega er þetta sett fram til þess að gera kenning-