Samvinnan - 01.10.1933, Side 120
342
S A M V I N N A N
En Malthus var hræddur um, að varnir þessar myndi ekki
re.vnast öruggari1).
Meira en öld er nú liðin síðan kenning þessi var flutt.
En allt fram að þessu hefir reynslan ekki látið hrakspár
Malthus’ rætast. Við lauslega athugun sýnist miklu frem-
ur að reynslan hafi afsannað þessar kenningar.
Fyrst er að athuga hinn hæga vöxt lífsviðurværisins.
Þar sjáum vér að eignirnar vaxa örar en fólksfjöldinn, svo
er það bæði í nýjum löndum, svo sem Bandaríkjunum,
og í gömlum löndum, svo sem í Frakklandi. Á vorum dög-
um óttast menn einmitt hitt, að allt fari öfugt við kenn-
ingar Malthus’. Nú á tímum er markaðurinn ofhlaðinn
iðnvörum og landbúnaðarafurðum, svo að ríkin hlaða um
sig tollmúra til þess að vernda sig gegn útlendu vöruflóði.
Og þá liggur nærri að spyrja sem svo: Verður hæg-t að
koma öllum þessum vörum út?
Ennþá hægara er að hrekja þá kenningu, að mann-
fólkinu fjölgi allt of ört. Viðkoman minnkar svo ört, ekki
aðeins í Frakklandi, heldur flestum löndum, að menn ger-
ast kvíðafullir af þeim sökum. Og þar spyrja menn einnig
nú á tímum þveröfugt við það, sem Malthus myndi hafa
gert: Hvað er hægt að gera til þess að auka viðkomuna?
Þessi miklu umskipti á hugsun manna geta komið á
óvart í fyrstu.
Má af þeim draga þá ályktun, sem algengt er, að lögmál
1) Maltus hélt aldrei íram takmörkum barneigna innan
2) Malthus hélt aldrei fram takmörkun barneigna innan
hjónabandsins, eins og áhangendur hans á síðari timum hafa
gert. Siðferðilega þvingunin átti að eiga sér stað á ð u r en
hjúskapur væri stofnaður, en ekki e f t i r það. Hann taldi hóf-
legt, að hjón ætti sex börn, og bætti því við, að hjón gæti aldrei
vitað fyrirfram nema þau kynni að verða fleiri.
í beinu samræmi við það, að Malthus vildi ekki láta efna-
lausa menn kvænast, var hitt, að hann dæmdi mjög hart ó-
leyfilega sambúð, þvi að auðvitað gátu afleiðingar hennar orð-
ið ennþá verri en af hjúskap efnaleysingja. Hann tók það
skýrt fram, áð með siðferðilegri þvingun ætti hann við algert
skírlífi og bindindi í kvnferðismálum.