Samvinnan - 01.10.1933, Síða 121
S A M V I N N A N
343
Malthus’ sé algerleg'a rangt ? Alls ekki; miklu frekar mætti
segja, að það sé svo hversdagslegur sannleikur, að ekki
þurfi að gera hann að kennisetningu. Viðkoman er í sjálfu
sér aukning, sem mundi vaxa allri framleiðslu yfir höfuð,
bæði á iðnvörum og landbúnaðarafurðum, ef hún væri lát-
in sjálfráð. En misskilningur Malthus’ er í því fólginn, að
hann sá ekki fyrir allar þær varnarráðstafanir, sem menn
hafa gripið til. Hann hugsaði sér þær ekki aðrar en sið-
ferðilegt bindindi, og ekki var nema réttmætt að efast
um verkanir þess, eins og hann líka gerði.
Menn geta einnig láð Malthus’ þá skoðun hans, að
mannfjölgunin væri eingöngu háð kynferðishvötinni, því
að hún er við margt annað bundin. Hann sá ekki heldur,
að orsakir þær, sem áður hvöttu til fólksfjölgunar, eru
nú margar hverjar veikari en áður. Þessar orsakir eru
sumar hverjar efnalegar. Áður var það svo, að böm-
in bættu afkomu heimilanna með vinnu sinni frá því á
unga aldri og langt fram eftir, á meðan þau voru kyrr í
foreldrahúsum. En nú á dögum bannar skólalöggjöf og
verksmiðjulöggjöf að nota vinnukraft barnanna á þann
veg. Þar að auki fara þau nú oftast alfarin að heiman,
þegar þau geta unnið fyrir sér. Það er þess vegna lítil
hagsýni í því, að eignast börn nú orðið, ekki aðeins fyrir
miðstéttina, heldur einnig fyrir verkamannastéttina.
Annars eru orsakir þessar einnig siðfræðilegar
og f é 1 a g s 1 e g a r. Áður gátu menn börn til þess að
auka mannafla borgarinnar eða ríkisins, til þess að treysta
og efla átrúnað feðra sinna, til þess að skapa ódauðlegar
sálir eða að minnsta kosti halda við þeim lífsloga, sem
kveiktur hafði verið í manni sjálfum. Á vorum dögum
sundrast heimilin ekki aðeins af því að erfðavenjur og
ættarsamheldni er á fallanda fæti, heldur einnig vegna
verksmiðjulífsins. Þjóðrækni breytist í alþjóðatilfinningu,
boðorðum kirkjunnar í kynferðismálum er ekki hlýtt fram-
ar, og ný og auðveld ráð eru fundin til þess að fullnægja
kynhvötinni án þess að mannfjölgun hljótist af.
Eftir daga Malthus’ hafa menn leitað að öðrum lög-