Samvinnan - 01.10.1933, Side 123
SAMVINNAN
345
framtíðina, og- eins hitt, að þarfirnar aukast ennþá örar
en velmegunin.
Af þessum orsökum eru menn ekki hræddari nú en
áður um of mikla fólksfjölgun. I Frakklandi hafa menn
t. d. nú um langa hríð reynt að örva fólksfjölgunina með
ýmsu móti og vinna á móti því, sem dregur úr henni og
tefur hana. Og fyrr eða síðar mun slíkt hið sama eiga sér
stað í flestum löndum öðrum. En ráðin, sem menn hafa
notað til þess, virðast alls ekki duga til þess að eyða or-
sökum þeim, sem nefndar voru hér á undan. Þó eru þau
ráð næsta mörg og fjölbreytt, svo sem verðlaun fyrir
barneignir, lækkun skatta eða launahækkun ómagamanna,
lækkun framfærslukostnaðar með afnámi verndartolla og
bættum húsnæðiskjörum, endurbætur erfðalaga, einfald-
ari hjúskaparlöggjöf og jafnvel piparsveinaskattur. Að-
eins fyrsta ráðið, að veita rífleg verðlaun fyrir hvert barn,
sem er fram yfir tvö, virðist hafa nokkra þýðingu. En
þá er hættan sú, að það verði ekki til bóta fyrir kynstofn-
inn, heldur reynist andstætt allri kynbótaviðleitni.
III.
Hlutverk neytandans.
Eitt af því síðasta, sem Bastiat sagði á banabeði, var
þetta: „Menn verða að temja sér að athuga alla hluti frá
sjónanniði neytandans11. Þar með lét hann í ljós hugsanir
frjálslyndra hagfræðinga um þetta efni, En þeir líta svo
á, að ekki þurfi neinna sérstakra aðgerða, því að frjáls
samkeppni haldi öllu í réttu horfi. Á meðan frjáls sam-
keppni ræður, segja þeir, getur hver framleiðandi gert sér
far um að þóknast sem bezt skiptavini sínum, neytand-
anum, og kostað kapps um að láta hann hafa hinar beztu
vörur fyrir lægsta verð. Yves Guyot hefur skrifað rit eitt
lítið (La morale de la concurrence = siðalög-
mál samkeppninnar), til þess að sanna það, að framleiðend-