Samvinnan - 01.10.1933, Síða 124
346
SAMVINNAN
ur þurfi ekki um annað að hugsa en að finna sem bezt ráð
til þess að þóknast almenningi; neytandinn sé aftur á móti
eins og konungur í ríki sínu, sem láti aðra stjana við sig
og þjóna sér.
En staðreyndirnar sýna, að slík bjartsýni á sér eng-
an stað í veruleikanum. Að vísu hlýtur það að vera á-
hugamál framleiðandans að fullnægja kröfum skiptivina
sinna, af því að það er bezta ráðið til þess að fjölga þeim
og auka þar með ágóðann. En þetta, að fullnægja kröf-
um skiptivinanna, verður aldrei aðalatriðið. Markmið
framleiðandans er einmitt hitt, að ná sem mestum ágóða
sjálfur, hvað sem líður að þjóna öðrum. Reynslan sýnir,
að ef hann getur aukið ágóða sinn með því að hækka
vöruverðið eða selja sviknar vörur, þá hlífist hann ekki
við því. Það er alkunna, að á síðustu áratugum hefir í
öllum löndum borið mjög á verðhækkun og vörusvikum,
svo að full ástæða er til allrar aðgæzlu.
Neytandinn hefir því fulla ástæðu til að treysta
ekki um of á það, að aðrir gæti hagsmuna hans og allt
gangi af sjálfu sér. Ilann má ekki sofa sjálfur í þeirri
trú, að honum sé þjónað eins og konungi og yfir honum
vakað. Honum er full þörf á að vaka yfir áhugamálum
sínum, sem eru um leið almennustu áhugamál þjóðfélags-
heildarinnar.
En til þess þarf hann að beita sama ráði og framleið-
endur við hafa, en það ráð er samtökin. En slík samtök
meðal neytenda eru með tvennu móti. Önnur tegund þeirra
hefir það að markmiði að sýna neytöndum, hver r é 11-
i n d i þeirra eru og kenna þeim ráðin til þess að njóta
þeirra. Hin tegundin sýnir þeim, hvei’jar s k y 1 d u r þeirra
eru, og hvernig beri að fylla þær. Enda þótt neytandinn
sé einskonar konungur hins efnalega þjóðskipulags, þá
fylgir þeirri vegsemd vandi og skyldur. Það er hlutverk
neytandans að veita fé og vinnu frá einni atvinnugrein til
annarrar, eftir því sem honum þóknast, og það gerir hann
með því að breyta útgjöldum sínum, þ. e. a. s. að nota fé
sitt til annarra hluta en áður. Með þessu móti hefir neyt-