Samvinnan - 01.10.1933, Page 125
S A M V I N N A N
347
andinn gagnger áhrif á framleiðsluþættina þrjá, jörðina,
vinnuna og féð, og það jafnvel þótt hann lifi eingöngu á
vöxtunum af eignum sínum. Hann getur sagt við einn
„farðu“ .og hann fer, og við annan „komdu“ og hann kem-
ur. En einmitt þessi máttur efnamannsins að skipa fyrir
leggur sérstakar skvldur á herðar honum, skyldur sem
menn hafa lítt skilið eða athugað hingað til.
Af samtökum neytenda til þess að gæta réttinda
sinna má nefna fyrst og fremst neyzlufélögin; hér
síðar kemur um þau sérstakur kafli. En þar með er ekki
allt upp talið. Til er margskonar félagsskapur annar til
varnar gegn tollverndarstefnunni; sem dæmi um þetta
mætti nefna bandalag það, sem gert var á móti komtoll-
inum í Englandi 1840, og varð mjög örlagaríkt í við-
skiptalífi Englendinga. Ennfremur mætti nefna félög þau,
sem vaka yfir, að hlýtt sé lögunum um bann á sviknum
næringarefnum, og lögum, sem sett eru til varnar leigj-
endum o. fl.
Neytendur hafa ekki aðeins viðhaft samtök til þess
að vernda réttindi sín; þeir hafa einnig aftur og aftur
gripið til sama úrræðis og verkamenn og beitt verkföllum,
og það vopn hefir ekki reynzt sljórra i höndum þeirra en
1 höndum verkamanna. í Bandaríkjunum gerðu kjötneyt-
endur verkfall gegn kjötsamsteypunni (Beef Trust);
í Þýzkalandi hafa ölneytendur gert hið sama gegn
bruggunarfélögunum, og á ýmsum stöðum í Frakklandi
hafa gasneytendur gert verkfall gegn gasstöðvunum
o. s. frv.
Annarri tegundinni af samtökum neytendanna má
skipta í tvo flokka:
a) Fyrri flokkurinn er sá, sem hefir það mark og
mið að berjast gegn skaðlegri, ósiðlegri og spillandi neyzlu,
og er sú barátta háð bæði með útbreiðslustarfsemi og
góðu eftirdæmi. Af slíkum samtökum má fyrst og fremst
nefna bindindisfélögin; ennfremur félög jurtaneytanda,
tóbaksbindindisfélög, félög, sem vinna gegn því að nota
ioðskinn til klæðnaðar og fjaðrir á kvenhatta.