Samvinnan - 01.10.1933, Qupperneq 126
348
S A M V 1 N N A N
b) Síðari flokkurinn er sá, sem hefir þann tilgang-
að vinna á móti þeim kröfum neytandanna, sem hljóta
að leiða af sér aukna vinnu og erfiði hjá verkamanna-
stéttinni: t. d. það, að klæði sé pöntuð á síðustu stundu,
svo að ekki sé hægt að ljúka við þau nema með nætur-
vinnu og vökum; sama er að segja um afgreiðslu á helgi-
dögum, notkun of stórra og þungra ferðakistna, leigu á
íbúðum með of litlum eldhúsum og stúlknaherbergjum o.
fl. Fyrstu félög af þessu tagi voru stofnuð í New York,
og um aldamótin síðustu var samskonar félag stofnað í
París, það gerði frú Brunhes. Félög þessi halda skrá yfir
verzlanir þær, sem skuldbinda sig til að fullnægja settum
skilyrðum um greiðslu verkalauna, vinnuhlé o. fl. Og fé-
lögin útbýta vörumiðum, sem settir eru á vörurnar til
sannindamerkis um, að þær séu gerðar eftir settum vinnu-
reglum. Ef nægilega margir efnaðir neytendur gengi í fé-
log þessi, þá yrði afleiðingin vitanlega sú, að allir kau]>-
menn léti sér umhugað um að komast á skrá félaganna
og fá vörumiða þeirra, og með því móti væri þeir hvattir
til að bæta kjör starfsmanna sinna.
Þessi samtök kaupandanna, sem gerð eru í góðum
tilgangi og marka að vissu leyti tímamót í sögu viðskipt-
anna, hafa þó orðið íyrir allþungum árásum á síðari tím-
um, — einmitt af hálfu frjálslyndra hagfræðinga. Þeir
líta svo á, að neytendur sé alls kostar óhæfir til þess að
ráða nokkru um skipulag vinnunnar og eigi því að láta
framleiðendur afskiptalausa í þeim efnum.
En margir hagfræðingar, og með þeim jafnaðarmenn,
líta svo á, að það sé einmitt framleiðandinn, sem vaka
verður yfir, og honum eigi að setja lög og reglur. Það
sé ekki félög neytanda, heldur félög framleiðanda eftir
iðngreinum, sem þjóðskipulag framtíðarinnar verði að
hvíla á, og þar verði siðalögmál framtíðarinnar að skap-
ast. Hugmyndin um yfirráð neytandanna er í þeirra aug-
um hugarburður alþýðu og ekkert annað. Það er líka
auðskilið, að slík hugmynd samræmist illa kenningum
Marx-sinna um stéttabaráttu og sigur verkamannastéttar-