Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 127
SAMVINNAN
349
innar, einmitt af því, að neytendur eru þess eðlis, að þeim
verður ekki skipt í stéttir, þeir eru almennir og alstaðar.
Það er framleiðslan, sem hlýtur að skipta mönnum í
flokka, með því að hún skapar árekstur í hagsmunamál-
um, og eftir því skiptast menn í flokka og stéttir. Neyzl-
an er aftur á móti ekki miðuð við mann eða stétt, hún
er almenn, og einmitt í því teljum vér yfirburði hennar
fólgna.
ANNAR KAPÍTULI.
Gjöldin.
I.
Skipting gjaldanna.
Gjöld eru það verð, sem greitt er til þess að afla sér
þeiri’a hluta, sem menn neyta. Gjöldin eru því neyzlan
sjálf talin í peningum1).
Hverjum manni er skylt að haga gjöldum sínum eftir
tekjunum. Mest er vert um skiptingu gjaldanna. Það er
hún, sem ræður, hversu vel tekst að fullnægja sem flest-
um þörfum með einhverjum vissum tekjum. En þetta við-
fangsefni er ekki eins létt og halda mætti, af því að menn
verða að gæta þess sem allra nákvæmast að hafa sem mest
*) þess verður að gæta, að peningar þeir, sem greitt er með,
eyðast ekki í bókstaflegri merkingu, þeir flytjast aðeins frá
kaupanda til seljanda. þess vegna virðast öll gjöld, jafnvel
þau fávíslegustu, vera meinlaus, þegar fljótlega er á litið, þar
eð þau gera ekki annað en flytja peningana til frá einum til
annars. Meira að segja geta þau virzt eftirsóknarverð, með því
að þau örva viðskiptin. En til þess að dæma gjöldin rétt, dugar
ekki að festa hugann eingöngu við peningana, það verður líka
að athuga, hvað það er, sem keypt er fyrir þá, og hvort því er
varið nytsamlega eða ekki.