Samvinnan - 01.10.1933, Síða 128
350
S A M V I N N A X
not af tekjunum, vegna þess að þarfir flestra manna, og
þá fyrst og fremst fátæklinga, eru fleiri og meiri en tekj-
urnar. Neytandinn getur því aðeins fullnægt einni þörf,
að hann vanræki aðra. Þegar verkamaður kaupir leikfang
handa barni sínu, verður hann t. d. að neita sjálfum sér
um jafnvirði þess af vindlingum. Neytandinn er því líkt
staddur og sá, sem vöruskipti hefir, hann getur ekki eign-
azt nytsemd án þess að láta aðra af hendi. Með sjálfum
sér verður hann að gera upp á millí þess gagns, sem hann
hefir af nytsemd þeirri, er hann lætur af hendi, og þess
gagns, sem hann hefir af hinni, sem hann fær í hendur.
Og því aðeins fara skiptin fram, að hann telji síðara gagn-
ið meira hinu fyrra. Þess verður að gæta, að orðið gagn
er hér miðað við hugsun mannsins sjálfs eða löngun, en
alls ekki við raunverulega gagnsemi hlutanna. Því miður
er það sjaldgæft, að skipting gjaldanna sé í fullu samræmi
við raunverulegar þarfir manna. Hún fer venjulega frek-
ar eftir því, sem löngun hvers eins segir til.
Til er hagfræðilegt lögmál, þar sem reynt er að gera
glögga grein fyrir skiptingu gjaldanna. Það hljóðar svo:
Til þess að ná sem mestri fullnægingu,
er það nauðsynlegt, að jafnt sé notagildi
þeirra hluta, sem síðast eru notaðir í
hverjum gjaldaflokki. Og hvað felst í þessu?
Gerum ráð fyrir neytanda, sem ræður yfir 60 aurum á
dag til þess að fullnægja tveimur þörfum: Þörfinni að
reykja og þörfinni að lesa blöð. Hann skiptir gjöldum sín-
um þannig, að hann kaupir 4 vindla á 10 aura hvern, og
4 blöð á 5 aura hvert. Þá felst í lögmálinu hér á undan,
að sú fullnæging, sem síðast reykti vindillinn veitir, sé
jöfn þeirri fullnægingu, sem síðast lesna blaðið veitir. Ef
svo væri ekki, ef t. d. lestur síðasta blaðsins veitti hon-
um minni fullnægingu en síðasti vindillinn, þá myndi neyt-
andinn auðvitað kjósa heldur að reykja einum vindlinum
meira og lesa tveimur blöðum færra1).
J) það er augljóst, að gagn sama hlutar er ekki alltaf jafnt,