Samvinnan - 01.10.1933, Síða 129
S A M V I N N A N
351
Miklu hagkvæmari og gleggri er rannsókn sú, sem
menn hafa gert á gjöldum einstaklinga og heimila, sér-
staklega verkamanna. Le Play byrjaði á því fyrir 60—70
árum að rannsaga gjöld verkamannaheimila, og taldi hann
það beztu undirstöðu allra þjóðskipulegra rannsókna. Og
enn í dag er það mjög mikilsverður þáttur hagskýrsln-
anna. Meðal margs annars, hefir af því sannazt, að gjöld
fyrir lífsviðurværi eru hlutfallslega meiri, því minni sem
gjöldin eru yfir höfuð.
Erfiðasta viðfangsefnið er þó það, að greina á milli
nútíðar og framtíðar þarfa, þ. e. a. s. skiptingin á milli
raunverulegra gjalda og þess, sem á að spara. En um það
verður rætt í kaflanum um sparsemi.
II.
Neyzlufélögin.
Menn eru yfirleitt ekki hneigðir fyrir sjálfsafneitun.
Þeir myndi því þykjast sælir og heppnir, ef þeir gæti
fundið ráð til þess að minnka útgjöldin án þess að þurfa
að spara við sig, þ. e. a. s. án þess að þurfa að takmarka
neyzluna, hvort heldur er að vöxtum eða gæðum. Og ráð-
ið til þess er til, það er s a m t ö k i n.
hver svo sem neytandinn er. þreyttur og þyrstur íerðamaður
borgar sama verð og hver annar íyrir glas af öli og sæti í
vagni, enda þótt hann hefði viljað vinna til að fá það fyrir tvö-
falt eða jafnvel tífalt verð. Agóða hans má þá meta eftir því,
hve mikið hann hefði viljað greiða fram yfir það verð, sem
hann þurfti að greiða. þetta kallar prófessor Marshall n e y z 1 u-
r e n t u. þetta orð skilst hetur, sé það borið saman við a ð-
stöðurentu (sjá II. bindi, bls. 320). Sama vaia hefir sama
verð á markaðinum, enda þótt misjafnlega mikiu sé til hennar
kostað, af hálfu framleiðandanna, og hún hafi mismunandi
notagildi fyrir neytendurna. Af þessu skapast mismunandi á-
góði á báðar hendur. þann ágóða hafa menn kallað r e n t u,
enda þót.t orðið eigi ekki alls kostar vei við.