Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 132
354
S A M V I N N A N
1. Gjöld félagsmanna minnka, þar sem selt er við inn-
kaupsverði — eða félagsmenn spar a, án þess að vita
af því, þar sem svo er til hagað, að selt er við smásölu-
verði og ágóðanum skipt milli félagsmanna í árslok, eins
og gert er eftir Rochdale-fyrirmyndinni.
2. Félagsmenn losna við að kaupa sviknar vörur,
fyrst og fremst matvörur, og fá því hollara og betra við-
urværi.
En árangurinn af kaupfélagsstarfseminni á að verða
sá í framtíðinni, ef allt fer að óskum, að skipulag viðskipt-
anna umskapist á þá leið, sem nú skal greina:
3. Kaupmenn og aðrir milliliðir hverfa úr sögunni
smátt og smátt.. Nokkur kaupfélög, svo sem í Basel í
Sviss, Breslau í Þýzkalandi, Leeds í Englandi, eru þegar
orðin svo fjölmenn, að þau geta boðið allri samkeppni
byrgin, og kaupmannaverzlun á þar mjög erfitt upp-
dráttar.
4. Auglýsingafarganið hverfur, með öllum sínum
kostnaði, skrumu, fagurgala, svikum og siðferðilegri spill-
ingu, sem því fylgir.
5. Iðnfyrirtækin hverfa smátt og smátt inn í kaup-
félögin, og gróði og ágóðahluti til einstakra manna hættir
að vera til, þegar kaupfélögin sjálf fara að framleiða það,
sem þau þurfa á að halda. Óvíða er þó svo langt komið
enn, en þó eru kaupfélagssamböndin allvíða byrjuð að
reisa verksmiðj ur1).
6. Jafnvægi kemst á milli framleiðslu og neyzlu, og
kreppur og verkföll hætta, þegar félagsmenn sníða fram-
leiðsluna eftir þörfum sínum.
Kaupfélögin hafa náð mikilli útbreiðslu í flestum
löndum Evrópu.
L Enda þótt kaupfélögin sé í eðli sínu neyzlufélög, vilja
þau gjarnan framleiða sjálf til eigin neyzlu. En til þess að það
megi takast, þarf skipulag þeirra að vera hið bezta og örugg-
asta. Ensku kaupfélögin framleiða meira en þriðjung af neyzlu-
vörum sínum sjálf, og nemur verðmæti þeirrar framleiðslu yfir
600 miljónum franka.