Samvinnan - 01.10.1933, Side 133
SAMVINNAN
355
1. í upphafslandi þeirra, Englandi, voru fyrir stríð
1500 kaupfélög- og félagafjöldi 2900000, ef allir heimilis-
menn eru taldir með, verða það yfir 13 miljónir manna
eða J,4 af íbúum Englands. Og viðskiptavelta þessara
kaupfélaga var orðin 2100 miljónir franka, gróði yfir 300
n.iljónir, sem rann að mestu leyti til félagsmanna. Allur
þorri félaganna er í sambandi (Cooperative
Union) og heldur árlegt sambandsþing; sömuleiðis
skipta þau flest við tvær stórar heildsölur (Wholesales),
þau hafa banka og blað (Cooperative News), sem
gefið er út í 80 þúsund eintökum. Aðalsölustöðin í Man-
chester útvegar 1200 félögum vörur fyrir 700 miljónir
franka. Sérstakur skipafloti sækir vörurnar þangað, sem
þær eru framleiddar úti um víða veröld; starfsmenn eru
yfir 17000, og í eigin verksmiðjum eru framleiddar vörur
fyrir 250 miljónir franka.
Einnig eru kaupfélög mjög mörg í Danmörku, Þýzka-
landi, Rússlandi, Austurríki, Ungverjalandi og Ítalíu, og
hafa vaxið hröðum skrefum á síðari árum, en þó ekki
náð slíkum vexti og viðgangi sem í Englandi. I Frakklandi
eru þau fleiri en í nokkru öðru landi (að undanskildu Rúss-
landi). En flest eru þau fámenn, hafa lítil viðskipti og
voru lengi sundruð og dreifð. Það var ekki fyrr en 1913,
sem það tókst að koma þeim í samband til sameiginlegra
vörukaupa1).
III.
Húsaleigan.
Húsaleigan er einn af þeim þáttum gjaldanna, sem
verðskuldar sérstaka athugun og rannsókn, ekki aðeins
J) í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi hefir kaupfélögum fjölgað
á síðari árum, en starfsemi þeirra stendur þó langt að baki
starfsemi dönsku kaupfélaganna.
23*