Samvinnan - 01.10.1933, Síða 134
356
SAMVINNA N
af því, að hún er sívaxandi gjaldliður hjá hverjum
manni, heldur einnig af því, að hún vex örar en öll önnur
gjöld og er einhver þyngsti bagginn á herðum verka-
manna og jafnvel annarra, sem betur eru settir fjár-
hagslega.
Áður á tímum var húsið ekki aðeins heimili fólksins,
heldur einnig helgistaður húsguðanna, og hver heimilis-
faðir átti sitt eigið hús, hvort sem hann var ríkur eða
fátækur. En kröfur nútímans hafa breytt mönnum í
einskonar flökkulýð; menn staðfestast ekki framar,
þar sem þeir eru fæddir- Langflestir verða „að leigja
sér“ nú á tímum. 0g skipulag þjóðmála, viðskipta og
stjórnmála, svo sem miðstöð allra stjómvalda í borgun-
um, stóriðjan, járnbrautirnar, skemmtilífið í borgunum
— allt þetta veldur því, að fólk streymir til stórborg-
anna og safnast þar saman. En af því leiðir sífelld hækk-
un húsaleigunnar, sem er vatn á myllu fasteignamanna,
en stórtjón öllum almenningi.
Þetta veldur efnamönnum einnig miklum óþægindum.
Þeir verða oft að spara við sig fæðuna til þess að geta
staðið í skilum með húsaleiguna, og enn harðar kemur
þetta niður á fátæklingum. Hækkun húsaleigunnar neyðir
verkamenn til þess að búa við örgustu þrengsli í lélegum
hreysum, og afleiðingar þess eru hinar hroðalegustu, bæði
í heilbrigðislegum og siðferðilegum efnum1). Það er
auðskilið, að því fjölmennara sem heimilið er, því minna
er hægt að verja í húsaleigu, og því minna verður hús-
rúmið handa hverjum einum. — Þar við bætist, að hús-
eigendur vilja sízt leigja þeim, sem margt hafa í heimili.
Mörg sú ógæfa, sem hendir verkamannastéttina, á hingað
rætur að rekja, svo sem ósamlyndi og sundrung, drykkju-
skapur, lauslæti barnanna, og jafnvel sóttir, sem valda
dauða. Viss heimilisþægindi eru bæði manninum og kon-
x) Franski hagfræðingurinn Bertillon reiknaði, að í París
yrði 321,000 manns, eða Vs af íbúum borgarinnar, að búa í
íbúðum, þar sem 3 eða fleiri væri um hvert herbergi.