Samvinnan - 01.10.1933, Side 135
S A M V I N N A N
157
unni skilyrði þess, að lífið sé þess vert, að lifað sé. Þess
vegna er h ú s a 1 e i g a n eitt af mestu vandamálum
verkamannastéttarinnar.
Ef aukning húsnæðis fylgdist að við aukning fólks-
íjöldans, þá héldist jafnvægið milli framboðs og eftir-
spurnar eins og vera mundi um hverja aðra vöru. En svo
er ekki, af því að byggingarlóðir eru ekki óþrjótandi og
oft verður að rífa gamalt hús til þess að geta reist nýtt.
Þess vegna er einokun á húsnæði, og verðlagið takmark-
ast einungis af getu leigjandanna.
Að vísu geta borgirnar stækkað og gera það líka.
Stækkun þeirra hefir verið viðfangsefni margra manna
á undanförnum árum. En eina ráðið, sem dygði, væri
einmitt hitt, að stefnan beindist í öfuga átt við það, sem
verið hefir, svo að vöxtur stórborganna hætti og fólkið
flytti aftur til smábæjanna og sveitanna. En fátt bendir
enn til, að svo sé að nokkru ráði. Þó má sjá dálitla hreyf-
ingu í þá átt í stórborgunum. Ódýr farartæki, svo sem
almenningsbílar, sporvagnar o. fl. auka á þá hreyfingu.
Með því er verkafólki og búðarfólki gert kleift að búa í
heilsusamlegi-i og ódýrari bústöðum utan við sjálfar stór-
borgirnar. En verkamönnum er yfirleitt lítið um það
géfið, að búa langt frá vinnustöðvum sínum og skemmti-
stöðum.
Iiækkun húsaleigunnar stafar þó ekki eingöngu af
verðhækkun byggingalóðanna, heldur einnig af auknum
húsagerðarkostnaði, sem hefir farið sívaxandi, meðfram
af því, að húsagerðin hefir ekki verið eins fljót og aðrar
iðngreinar að taka í þjónustu sína ýmsar verklegar fram-
farir. Við þetta má bæta því, að byggingameistarar taka
heldur að sér að reisa hús fyrir ríka menn en fátæka,
það er í alla staði tryggara og arðvon meiri.
Hvað á þá til bragðs að taka? Menn hafa reynt að
flýja á náðir almennrar heilsuverndar, og fengið það lög-
fest, að heimta skuli visst húsrými handa manni hverjum,
eftir því sem kenningar heilsufræðinnar telja nauðsyn-
legt. Svo langt hefir jafnvel verið farið, að rifin hafa