Samvinnan - 01.10.1933, Page 136
358
S A M V I N N A N
verið hús og heilir borgarhlutar, þar sem íbúðir voru ó-
hollar. I flestum löndum eru til lagafyrirmæli í þessum
efnum, og þeim er framfylgt með meiri eða minni festu.
En þótt gripið sé til þessara ráða, verður að viðurkenna
það, að þau duga ekki til og jafnvel spilla fyrir stundum.
Þegar hús eru rifin niður, hlýtur íbúðum að fækka; ný
hús verða dýrari, þegar nýjar kröfur eru gerðar til þeirra,
og þar af leiðir, að þau eru ennþá óaðgengilegri fyrir fá-
tæklingana.
Eina úrræðið verður því að leita samtaka og koma af
stað samvinnu meðal allra þeirra mörgu þátta, sem
styðja og vinna að þjóðskipulegum framförum, svo sem
vinnuveitanda, mannvina, þjóðlegra nytjastofnana,
styrktarfélaga, sveitarfélaga, ríkis og loks hlutaðeiganda
sjálfra, sem þá þurfa að mynda með sér samvinnufélög.
Með því móti má takast að afla fjár, sem nægir til að
koma upp nægum húsakosti með góðum kjörum og án
þess að gröðavon sé aðaltilgangur. Á þann veg er hugs-
anlegt að lækka húsaleigu niður í sannvirði.
Ýmsum aðferðum má beita til þess að ná þessu
marki:
1. 1 sérstökum verkamannabæjum hafa vinnuveit-
endur og hlutafélög látið reisa fjölda íbúðarhúsa handa
verkamönnum sínum. Slík íbúðarhús eru óhjákvæmileg
við verksmiðjur og námur, sem liggja langt frá borgun-
um, og sömuleiðis á þeim stöðum, þar sem erfitt eða ó-
mögulegt væri að fá verkamenn án þess að veita þeim
húsnæði. Þetta er eitthvert gleggsta dæmið um það, er
vinnuveitendur hugsa um velferð verkamanna sinna. En
launin eru venjulega þau, að verkamennirnir telja sig fé-
fletta, jafnvel þótt húsaleiga sú, sem þeir greiða, hrökkvi
ekki fyrir kostnaði. Vinnuveitöndum er vanþakkað, og
verkamennirnir líkja fyrirkomulagi þessu við átthaga-
böndin gömlu.
Samt sem áður eru sumir af þessum verkamanna-
bæjum í Englandi og Ameríku prýðisvel úr garði gerðir,