Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 137
S A M V I N N A N
359
bæði að þægindum, hollustuháttum og smekkvísi. Svo er
t. d. um bústaðina í Port-Sunlight nálægt Liverpool og í
Bournville nálægt Birmingham. Þeir hafa verið kenndir
við jurtagarða þá, sem þeim eru til prýði og þæginda, og
kallaðir G a r d e n C i t i e s, og eiga það nafn fyllilega
skilið.
Þessir verkamannabæir snei’ta þó ekki svo mjög
vandamálið um húsaleiguna, því að það mál kemur helzt
til greina í stórborgunum, en síður út til sveita eða í
smærri bæjum.
2. Byggingarfélög með samvinnusniði, stofnuð af
verkamönnum sjálfum, eru mjög mörg til bæði á Eng-
landi og í Bandaríkjunum. í borginni Filadelfia hafa þau
reist yfir 60000 hús, og býr í hverju húsi aðeins einn
verkamaður með heimilisfólki sínu. Sú borg hefir líka ver-
ið nefnd City ofHomes = borg heimilanna.
Skipulag félaga þessara, er allflókið. Sum þeirra
kaupa lóðirnar, láta reisa húsin og selja þau eða leigja
þeim félagsmönnum, sem óska þess. Ágóðinn af slíkri
sölu eða leigu lendir að síðustu í höndum félagsmanna
sjálfra, þ. e. eiganda eða leigjanda húsanna. En flest
þessara félaga, sérstaklega ensku félögin (Building
Societies), fást ekki sjálf við að reisa húsin, heldur
lána þau félagsmönnum fé til þess með mjög góðum og
hagfelldum kjörum. Og féð til þessara lána, sem eru full-
komlega tryggð, það er sparifé þeirra félagsmanna, sem
bíða eftir að byggja sjálfir eða ekki vilja byggja — og
þeir eru alltaf fleiri en hinir. Félög þessi starfa því ekki
síður sem sparisjóðir en byggingafélög.
Þau samvinnufélög, sem ekki fara svona að, eiga oft
mjög örðugt með að afla þess fjár, sem nauðsynlegt er
til þess að að reisa bústaði félagsmanna, því að slíkar
fasteignir kosta of fjár. Það fé verður ekki heimtað af
verkamönnum sjálfum og ekki heldur af venjulegum lán-
veitöndum, eignamönnunum, því að vextir af því hljóta
að vera lágir, svo framarlega sem húsaleigan á að vera
lág. Þess vegna verður að leita á náðir ódýrra lánveitanda,