Samvinnan - 01.10.1933, Page 140
362
S A M V I N N A N
eignarrétti einstaklinga á húsum og jörð, þá er meinið
alls ekki bætt með því að flytja þann rétt yfir á hendur
verkamanna. Á Englandi eru til húsaleigufélög með sam-
vinnusniði (Copartnership Tenants Socie-
t i e s), sem hafa það að markmiði að veita félögum sín-
um þægilegar leiguíbúðir fyrir svo lága leigu sem unnt er.
En félagið sleppir ekki eignarhaldi á húsunum og getur
því haft eftirlit með hollustuháttum og öllu öðru, sem
húsunum viðkemur. Þessi félagsskapur virðist eiga góða
framtíð fyrir höndum.
Margir vinnuveitendur, bæjarfélög og önnur félög af
ýmsu tagi hafa horfið að þessu ráði. Leigjendur njóta
yfirleitt allra sömu hlunninda og húseigendur, en losna
við óþægindin. Þeir þurfa ekki að kvíða því, að leigan
verði hækkuð eða þeim sagt upp, svo lengi sem þeir halda
settar reglur, og þær reglur eru einmitt settar og sam-
þykktar af leigj endunum sjálfum.
Enn má nefna eitt, sem gert hefir verið til þess að
bæta úr húsnæðisvandræðum. Það eru endurbætur á göml-
um íbúðum, sem síðan eru leigðar verkamönnum með góð-
um kjörum, og eftirlit haft með umgengni þeiri’a. Þessi
starfsemi er kennd við ungfrú Octavia Hill, sem um langt
skeið vann að þessu starfi í Lundúnum meðal fátæklinga
þar. Hún taldi sig hafa sannreynt, að það gagnar ekki að
fá bláfátæku fólki snotrar íbúðir á leigu eða til eignar,
ef ekki er hægt um leið að breyta venjum þess og ala
upp hjá því tilfinningu fyrir hreinlæti, þægindum og heim-
ilislífi. Til slíks uppeldis stofnaði hún félög og stundaði
heimsóknir á heimili fátæklinganna og varð mikið ágengt.
IV.
Munaður.
Venjulega er orðið munaður haft um fullnægingu ein-
hvers óþarfa. En sú merking orðsins er ekki eins vond