Samvinnan - 01.10.1933, Page 141
S A M VINNAN
363
eða ljót og ætla mætti í fljótu bili, því að óþarfinn getur
verið mjög nauðsynlegur, eins og Voltaire kemst að orði.
Og það væri óskandi að jafnvel mestu fátæklingamir gæti
le-yft sér einhvern óþarfa eða munað. Náttúran sjálf leyf-
ir sér hinn mesta munað með öllu því skrauti, er hún not-
ar, þegar hún skreytir blöð blómanna, vængi fiðrildanna og
skeljar smádýranna. Hins vegar sýnir sagan, að hver ein-
asta þörf hefir verið talin óþarfi, þegar hún kom fyrst
fram. Svo hlýtur einnig að vera, bæði af því, að þörfin
er óþekkt í fyrstu og það kostar mikið erfiði að fullnægja
henni til að byrja með, því að öll byrjun er erfið. Fátt er
talið þarfara og nauðsynlegra nú á tímum en að eiga
skyrtu; — „að eiga ekki á sig skyrtuna" þykir bera vott
um mesta vesaldóm og fátækt. En sá tími hefir þó verið
til, þegar það var talinn munaður og hreinn óþarfi að eiga
skyrtu. Og alveg sama er að segja um flest það, sem vér
höfum daglega um hönd og megum ekki án vera1). Hefði
menn nú viljað neita sér um allan óþarfa, allt sem kalla
mátti munað, þá hefði menn kæft í fæðingunni allar þær
þarfir, sem nú fylgja hverjum siðuðum manni, og vér
mundum lifa enn í dag á sama stigi og forfeður vorir á
steinöldinni-
Það má því engan veginn blanda saman munaði og
óhófi. Það er munaður, ef fátæk kona hefir blóm í glasi
í glugganum hjá sér, en það er ekki óhóf. Hitt er óhóf,
en ekki munaður, að mölva glös og borðbúnað að lokinni
drykkju. Að vísu getur munaður endað í óhófi, og þá fyrst
er hann ámælisverður. En vandinn er að finna mörkin þar
á milli.
Þegar finna skal þau mörk, lítur almenningur fyrst
og fremst á fjárupphæð þá, sem greidd er af hendi, en
það er mjög hæpið kennimerki. Það er t. d. ámælisvert frá
sjónarmiði einstakra manna, að sóa fé sínu í söfnun frí-
merkja, eða veðmál við kappreiðar og því um líkt, og ekki
væri vanþörf á að halda í við unga menn, sem fara þannig
H T. d. vasaúr, borðbúnaður, reiðhjól, bílar o. fl. o. fl.