Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 142
364
S A M Y I X X A X
að ráði sínu. En þjóðfélaginu er það lítið til meins, þegar
þess er gætt, að peningar þeir, sem þannig er sóað, hafa
aðeins skipt um eigendur, horfið úr einum vasanum í
annan.
Frá sjónarmiði þj óðfélagsins eru peningarnir ekki hið
rétta kennimerki, heldur fjöldi þeirra nytsemda eða
vinna sú, sem til þess fer að fylla þörfina. Og þess verð-
ur stöðugt að gæta, að nytsemdir þær, sem til eru, nægja
ekki til þess að fylla jafnvel hversdagslegustu þarfir alls
fjöldans, og öfl þau, sem auka og endurnýja þessar nyt-
semdir — jörðin, vinnan og féð — eru öll takmörkum háð.
Það ætti því að vera skylda hvers manns að eyða ekki til
munaðar eða óþarfa of miklu af öflum þeim eða nytsemd-
um, sem nauðsynlegar eru til þess að halda við lífinu1).
Hér veltur allt á, að skipt sé í réttum hlutföllum, Víta-
verður munaður eða óhóf stafar af röngu hlutfalli milli
þeirrar vinnu, sem þjóðfélagið leggur til, og þeirrar full-
nægingar, sem einstakir menn öðlast-
Þetta má skýra nánar með dæmum. Forfeður vorir
þekktu alls ekki það yndi, sem menn nú á tímum hafa
af blómum. Það liefir tæplega þekkzt fyrr en 30—40 síð-
ustu árin meðal almennings. Það er munaður í þeirri
merking orðsins, sem vér notum hér, því að það má kalla
óþarfa. En það er þægilegur og hollur munaður, sem allir
geta veitt sér. En ef menn prýða stofu sína með austur-
landablómum, frá Madagaskar eða Borneó, sem kostað
hafa þúsundir króna og jafnvel mannslíf, eða þá með blóm-
um, sem ræktuð hafa verið í vermihúsum, þar sem eytt
var svo miklu brenni, að nægt hefði tíu heimilum í heilan
vetur, þá er það vítaverður munaður. — Ef kona klæðist
fötum, sem eru sérkennileg vegna þess, hve vel þau fara,
þá er ekkert við það að athuga, þótt hún hafi greitt fyrir
x) Ef þjóðirnar væri svo auðugar, að þær gæti trvggt liverj-
um manni allsnægtir, þá væri ekki framar um neinn víta-
verðan munað að ræða. Og orsök þess, að nóttúran getur leyft
sér hinn mesta munað, cr sú, að timinn, krafturinn og efnið
kostar hana ekki neitt.