Samvinnan - 01.10.1933, Side 143
S A M Y I N N A N
.'365
þau 2000 kr. hjá frægum klæðskera — því að eins og
áður er sagt er ekki allt undir peningunum komið, sem að-
eins flytjast frá einum til annars — heldur hinu, hve
mikils þarf með af vinnu og efnivöru. En nú er það ekki
líklegt, að meira efni fari í fötin eða meiri vinna en ger-
ist, þó þau sé vel sniðin. En ef kona skreytir danskjól
sinn með nokkrum metrum af knipplingum, sem tekið
hefir heilt ár eða meira að knippla, þá er það vítavert. Ef
enskur lávarður eyðir miljónum fyrir málverk, þá er ekk-
ert við því að segja (þótt hitt væri æskilegra, ef hann
gæfi málverkin á safn, þar sem almenningur hefir að-
göngu að). En ef hann eyðir í óhófi við matborð sitt kjöti
og víni, sem væri nóg til að seðja tuttugu manns, eða gerir
að veiðilandi fyrir kunningja sína heilar jarðir, þar sem
framflevta mætti hundruðum manna, þá er það vítaverð-
ur munaður.
Ekki mega menn þó ímynda sé, að auðmennirnir sé
einir um þann munað, sem teljast verður vítaverður,
vegrna þess að honum fylgir óhófseyðsla á vinnu og nvt-
semdum. Til er líka sá munaður meðal fátæklinga, sem
liggur þungt á þjóðfélaginu. Verðmæti það, sem fátækir
neytendur kasta á hverjum degi í kristalgljáandi absint-
glös er miklu meira en verðmæti perlunnar, sem Kleopatra
hin fagra fleygði í bikar sinn, og kostaði hún þó 300.000
sestertiur.
Hvað er þá um listina að segja í þessu sambandi? A
að telja hana til munaðar. Allur almenningur gerir það,
og hagfræðingar hafa gert sitt til að styðja þá skoðun.
En eftir þeirri merkingu, sem vér leggjum í orðið mun-
aður, þá felst enginn áfellisdómur á listina í því, vegna
þess, að til sannrar listar fer ekki svo mikil vinna, að hún
sé hlutfallsleg við árangurinn. Marmarasteinn og meitill,
eða einn fermetri lérefts og nokkrir litarstaukar, ásamt
nokkurra daga vinnu, geta orðið til þess að skapa mönn-
um listnautn kynslóð fram af kynslóð. Til er dæmi þess,
að Ameríkumaður nokkur keypti málverlc eftir Rafael fyr-
2á00000 franka. En hvað kemur það oss við hér, hvort