Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 146
368
SAMVINNAN
í almennum kosningum, og þar með ætti eitthvað að
geta áunnizt bindindisstarfseminni í hag.
3 G a u t a b o r g a r-s k i p u 1 a g i ð, (G ö t e-
borgssystemet). Það var bindindisfrömurinn P.
Wieselgren dómprófastur, sem fyrstur kom því á (1865).
Síðar var það upp tekið í öðrum borgum Svíþjóðar, sum-
staðar í Noregi og jafnvel í Finnlandi. Megindrættirnir
í því eru þessir:
a) Sveitin, sýslan eða bærinn lætur vínveitingaleyfið
af liendi til sérstaks félags, sem stofnað er í því augna-
miði. Félag þetta er þó ekki skyldugt að nota leyfið.
Veitingahús og almenn félög geta þó fengið veitingaleyfi,
annaðhvort utan við vínsölufélagið eða fyrir tilstilli þess.
b) Hin strangasta regla og aðgæzla er viðhöfð á
vínsölustöðunum. Drukknum mönnum og unglingum má
ekki veita vín; og engum má lána vín heldur. Félögin
leitast við að breyta knæpunum gömlu í hreinlega og
snotra matsölustaði, bæði með því að hafa góðan og ó-
dýran mat á boðstólum, og eins með því ákvæði, að
sterka drykki má ekki veita nema með mat, og þá aðeins
vissan skammt og ekki nema á vissum tíma dagsins.
c) Allur ágóði félagsins, sem fer fram úr vissum
hundraðshluta af hlutafénu, er notaður til almennings-
þarfa á ýmsan hátt. Meðferð þess fjár er í höndum
sveitarfélaga, sýslu eða landbúnaðarfélaga.
I fyrstu var það almenn skoðun, að þetta væri eitt-
hvert liezta ráðið til þess að vinna á móti skaðsemi á-
fengra drykkja. En árangurinn hefir ekki orðið eins góð-
ur og vænzt var í fyrstu. Að vísu er það engum vafa
bundið, að áfengisneyzla á norðurlöndum hefir minnkað
mjög frá því, sem áður var. En þar hafa aðrar orsakir
ráðið meiru, og þá fyrst og fremst bindindisfélögin. En
ágóðinn af vínsölunni eftir Gautaborgar-skipulaginu hefir
orðið sveitum og héruðum til mikils gagns og verið not-
aður á mjög marga vegu til almenningsheilla.
4. Gautaborgar-skipulagið nær aðeins til vínveitinga,
<?n ekki búðasölu áfengis. En til uppfyllingar á því er