Samvinnan - 01.10.1933, Page 147
S A M V I N N A N
369
tákmörkun s ú á b ú ð a s ö 1 u á f e n g i s, sem
tekin hefir verið upp í Svíþjóð. Tilgangur hennar er sá,
að hafa eftirlit með sölu áfengis út úr búð til einstakra
manna og takmarka þá sölu. Viðskiptamenn hverrar vín-
verzlunar eru skráðir á lista og verða að sýna skilríki til
þess að fá keypt vín (A n d r é e-s y s t e m e t í Gauta-
borg) eða hafa svokallaða „mótbók“ (B r a t t-s y s t e m-
e t í Stokkhólmi). Þeir, sem gera sig seka í ofnautn víns
og drykkjulátum, missa réttinn til vínkaupa. Með þess-
um ráðum hefir mönnum tekizt allverulega að draga úr
ölæði og afbrotum, sem af því leiða. Hins vegar hefir
eftirlitið með því, að menn nevti víns ekki í óhófi, oft
valdið óánægju.
5. Ríkiseinokun á tilbúningi og sölu
áfengra drykkja. 1 Sviss hefir ríkið einokun á
iilbúningi áfengis og í Rússlandi á sölu þess líka. í Sví-
þjóð og Finnlandi var þetta fyrirkomulag reynt á síðarí
helming 18. aldar, en gafst illa.
Kostir slíkrar einokunar liggja einkum í tekjum
þeim, sem ríkinu aflast með því móti. Fyrir stríð höfðu
Rússar yfir 1300 miljónir franka í slíkum tekjum. En
eftir því, sem vér lítum nú á þessi mál, að baráttan sé
fyrst og fremst gegn spillingu þeirri, sem af ofnautn
vínsins leiðir, þá verður að telja einokunina til ills eins.
Enda þótt einokunin sé fegruð með því, að nokkrum
Muta teknanna sé varið til bindindisstarfsemi, þá þarf
meira en lítinn barnaskap til að trúa því, að ríki, sem
stórgræðir á vínsölu, láti sér annt um að draga úr henni.
6. Skattur á áfengi og sölustöðum. Um
hann er líkt að segja og einokunina. Því verður ekki
neitað, að áfengir drykkir og sölumenn þeirra eru ágætir
skattgjafar. í Frakklandi hefir víntollur komizt upp í
'220 franka á tunnu, þ. e. a. s. allt að því ferfalt verð vör-
unnar sjálfrar, og í Englandi upp í 400 franka. Við þetta
er ekki nema það eitt að athuga, að það er siðspillandi
svikamylla. Sama er að segja um hækkun gjaldsins fyrir
veitingaleyfi. Slíkir tollar og skattar hafa aldrei dregið
24