Samvinnan - 01.10.1933, Page 153
SAMVTNNA N 375
3. Ríkið getur verndað neytendur gegn s v i k n u m
matvælum. Dæmin tvö, sem talin eru hér á undan
um afskipti ríkisins af neyzlunni, eru að mestu orðin úr-
elt, en um þetta gegnir öðru máli. Þau afskipti, sem hét
tru nefnd, aukast svo að segja dag frá degi. Orsakir þess
eru tvær: Annars vegar hin undursamlega leikni í þeirri
hst að svíkja vörur, sem alltaf er að aukast, og hins veg-
ar síaukin þekking í heilbrigðismálum, þ. e. a. s. þekking
á eiginleikum næringarefnanna og betri hagnýtingu
þeirra til viðhalds kröftum vorum og starfsgetu. f flesi>-
um löndum hafa menn sett lög til varnar gegn svikum á
víni, smjöri, mjólk, sykri, kjöti o. fl. o. fl. Kaupmenn verða
að láta af hendi sýnishorn af vörum sínum, sem rann-
sökuð eru í efnarannsóknarstofum héraðs eða ríkis, og ef
svo fer, að varan er svikin, fylgir málshöfðun og saksókn.
Frjálslynda stefnan hefir þá haldið því fram, að þessi
afskipti ríkisins sé hin óviðurkvæmilegustu og allt um of
nærgöngul. Menn segja sem svo, að þegar um er að ræða
framleiðslu og viðskipti, þá gegni öðru máli, það sé hags-
munamál alls almennings. En þegar kjólklæddir löggjaf-
ar sé farnir að skipta sér af því, hvað einstaklingarnir
leggja sér til munns, þá sé það blátt áfram hlægilegt.
En hvernig er hægt að neita þeirri staðreynd, að
vörusvik á matvælum sé nú orðið hagsmunamál alls al-
mennings. í því sambandi mætti minna á uppþot það gegn
vínsvikum, sem varð í fjórum vínyrkjufylkjum í Suður-
Fraklandi árið 1907, eða niðursuðuverksmiðjurnar í Chi-
cago og svikin þar, sem vöktu viðbjóð manna um allan
heim, eða alþjóðaþingið í Genéve 1908, sem kvatt var
saman til ráðstafana gegn vörusvikum á matvælum. Þó
neytandinn hafi næga þekkingu til þess að vita, hvers
hann neytir, þá er þess að gæta. að hann á oft engan kost
á að velja á milli, og það því síður, því fátækari sem hann
er, Þess vegna getur hann ekki sjálfur gætt hagsmuna
sinna, hversu fróður sem hann kann að vera um hollustu
næringarefnanna. Og hver vill halda því fram, að ungböm,
sem sýkjast af vondri mjólk, „geti bezt sjálf séð hags-