Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 155
S A M V I N N A N
377
semi þá, sem unnið er að í mörgum löndum til þess að
vernda borgarbúa, og þá fvrst og fremst fátæka leigjend-
ur, gegn óhollustu og heilsuspilli lélegra íbúða, því að
íbúðirnar teljast einnig til neyzlunnar. Nákvæmar reglur
hafa verið settar um það, hve marga rúmmetra af lofti
þarf að ætla hverjum íbúanda, hve hátt skuli vera undir
loft, hve stórir skuli vera gluggar og dyr o. fl. o. fl. —
enda þótt þessum reglum sé sjaldan fylgt nema í aðal-
hverfum stórborganna.
Ríkið ætti einnig að ráðast gegn f j á r h æ 11 u-
s p i 1 i, v e ð m á 1 u m og h a p p d r æ 11 i, annaðhvort
með þvi að banna allt .slíkt eða með því að setja um það
nákvæmar reglur. Ef til vill hefði átt betur við að ræða
það mál í sambandi við eignaskiptinguna, og ef vér hefð-
um haft þar sérstakan kafla um eyðslusemi í öllum henn-
ar myndum, þá hefðum vér áreiðanlega ekki sleppt þess-
um atriðum. En þótt hér sé ekki um raunveruleg neyzlu-
fyrirbrigði að ræða, þá eru þetta þó gjöld, og þau gjöld
eru ekki einföld yfirfærsla á peningum, því að fé það, sem
tapast í spilum eða veðmálum, er venjulega ekki notað í
framleiðsluþarfir, heldur er því oftast sóað af vinnöndum,
sem allajafna eru sníkjudýr í þjóðfélaginu. Það er kvíð-
vænlegt, hve slíkar venjur fara vaxandi meðal svonefndra
lægri stétta þj óðfélagsins, og það hefir vakið athygli ríkis-
stjórnanna, en hingað til hafa þær hugsað meira um að
gera sér venjur þessar að tekjulind en um hitt, að bæla
þær niður.
Mörg ríki hafa gert happdrættin að tekjulind (Ítalía,
Spánn, Danmörk, borgríkið Hamborg og fleiri af þýzku
ríkjunum). 1 Frakklandi hafa menn ekki viljað taka það
ráð, og þar þarf leyfi stjómarvalda eða þings til þess að
halda happdrætti. Þess má geta til afsökunar happdrætt-
inu, að það er áhættuminna en fjárhættuspil og veðmál.
í fyrsta lagi vegna þess, að töp þátttakanda eru ekki stór
og geta ekki gert þá öreiga, og í öðru lagi vegna þess, að fé
það, sem þannig er eytt, er oft notað til góðs. En í sam-
bandi við eignaskiptinguna hafa happdrættin þær illu af-