Samvinnan - 01.10.1933, Page 156
378
S A M V I N N A N
leiðingar, að þau eru háð tilviljun einni og slembilukku,
og það elur á hugmyndum almennings um möguleika þess,
að auðgast án allrar vinnu og fyrirhafnar. Hins vegar
gerir happdrættið öllum jafnhátt undir höfði og gefur öll-
um jafnar vonir. En það verður tæpast sagt um fjár-
hættuspil og veðmál, sem líkjast meir beinum fjárglæfr-
um. Það rnætti jafnvel segja, að happdrættið fullnægi
vissri tegund jafnréttistilfinningar.
5. Loks má benda á það, að leita má fulltingis lag-
anna, ekki til þess að gæta hagsmuna neytandanna, held-
ur til þess að leggja honum ýmsar skyldur
á h e r ð a r, sem hann verður að gegna í þágu þjóð-
félagsins, og þá sérstaklega þær að koma í veg fyrir, að
auðæfalindir náttúrunnar verði þurausnar. Þannig er t,
d. veíðar dýra og fiska bannaðar nokkra mánuði á ári
hverju- Og til eru margvíslegar afurðir, sem vafalaust
verður bannað að selja fyrr eða síðar, vegna þess að
neyzla þeirra hefir í för með sér heimskuleg eða grimmi-
leg hermdarverk; svo er t. d. um það að nota fuglsfjaðr-
ir til skrauts á kvenhatta; en hingað til eru það aðeins
nokkur félög á víð og dreif, sem barizt hafa gegn þeirri
I’auðskinnatízku, og þeim félögum hefir orðið helzt til
lítið ágengt.