Samvinnan - 01.10.1933, Side 159
S A M V I N N A i\
:>8t
langir á sumrin, en stuttir á vetuma. Venjulegur vinnu-
dag'ur, sem ræður dag'legum störfum og- viðskiptum er
hins vegar ekki í samræmi við sólarganginn, hann byrjar
allt of seint og endar allt of seint. Af því leiðir mikil
Ijóseyðsla, sem að öllu samanlögðu kostar of fjár í öllu
Englandi. Tilraun var því gerð til þess að hafa klukkuna
breytilega eftir árstíðum. Þegar kæmi fram í apríl, skyldi
henni flýtt um 1 st. og 20 m. og haldast svo um bjarta
árstímann. Vinna byrjaði þá þeim mun fyrr og hætti
þeim mun fyrr. Við það sparast ljósmeti að miklum
mun1).
Sparsemin er list, sem verður að lærast eins og hver
önnur list. Góð kennsla í þeirri grein gæti orðið hrein
og bein auðsuppspretta. Og ekki sízt þyrfti kennsla sú að
vera miðuð við þá, sem daglega þurfa á þessari list að
halda, en það eru konurnar, sem inna af hendi húsmæðra-
störfin. Húsmæðrafræðsla hefir líka aukizt mjög á síðari
áratugum, og einn þáttur hennar er einmitt sparsemi og
nýtni, að kenna að hagnýta og fara vel með það, sem til
íellst á heimilinu og að er dregið. í mörgum skólum eru
einnig höfð eldhús, þar sem stúlkum er kennd matar-
gerð. I Svíþjóð, Þýzkalandi, Sviss og víðar eru til um-
ferðaskólar með eldnúsi, sem fara borg úr borg.
2. í orðið sparsemi má einnig leggja aðra merkingu.
Þá er ekki lengur um það að ræða að spara við sig
neyzlu, heldur hitt, að f r e s t a neyzlu. í stað þess að
íullnægja stundarþörf, hugsa menn þá um framtíðarþörf
og „leggja fyrir“, eins og það er kallað, fyrir þörfum
morgundagsins eða ellinnar eða jafnvel fyrir þörfum
barna sinna. Hér er því fyrst og fremst um f y r i r-
h y g g j u að ræða.
Algengt er í daglegu tali og jafnvel í hagfræðinni
líka, að blanda saman því tvennu, að leggja fyrir eða
spara saman, og hinu, að verja fé sínu í framleiðsluþarfir.
x) Slíkt or algengt í mörgum löndum, að flýta klukku og
seinka eftir sólargangi.