Samvinnan - 01.10.1933, Page 163
S A M V I N N A N
385
Annars fullyrðum vér ekki um auðmennina, að
sparsemin eigi að vera þeirra einasta eða fyrsta skylda.
Til eru ýmis gjöld í þarfir þjóðfélagsins, sem eru þeim
enn skyldari, svo sem gjöld til stuðnings mannúðar-
starfa, lista, vísinda o. fl. Ef þeir leggja ekki fé fram
til þeirra starfa, þá yrði ríkið að gera það. En það getur
það ekki nema með því móti að leggja á skatta, sem koma
niður á öllum almenningi. Og eitt er það gjald, sem þeim
framar öllum öðrum ber að gjalda. Það er aukning mann-
aflans, endurnýjun kynstofnsins í landinu. Það er spar-
semi miðstéttanna, sem ber ábyrgðina á takmörkun
barneigna, og í spor þeirrar stéttar leitast verkamenn við
að feta. En það leiðir til þess, að ríkið neyðist til að verð-
launa fátæka fólkið fyrir að hlaða ómegð á sjálft sig!
Niðurstaða vor kann að virðast undarleg, en hún er
þessi: S p a r s e m i n e r m u n a ð u r, sem aðeins auð-
ugar þjóðir geta leyft sér, og meðal þeirra aðeins þeir
einir, sem allsnægtir hafa, en það eru fæstir.
Iíagskýrslur sýna, að þau lönd, sem safna sparifé,
eru tiltölulega fá, og það, sem sparast hjá þeim, er
sjaldan meira en A'io af þjóðartekjunum.
II.
Skilyrði sparseminnar.
Til eru þau dýr, t. d. maurinn, bíflugan og íkorn-
inn, sem þekkja sparsemina í hennar einföldustu mynd.
Og jaínvel í jurtaríkinu er þao til að safna forða til
íramtíðarþarfa, og er meira að segja mjög algengt.
Sparsemin er því komin inn í heiminn á undan mannin-
um eins og vinnan og verkaskiptingin.
En samt mega menn ekki halda, að sparsemi verði
viðhöfð af sjálfu sér. Hún er einmitt háð mörgum skil-
yrðum, sem allerfitt er að fullnægja.
1. Fyrst og fremst verður sá, sem sparar, að hafa
25