Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 165
S A M V I N N A N
:S87
2. I öðru lagi þarf vinnan að gefa það mikið af sér,
að eitthvað verði afgangs brýnustu lífsþörfum, því að ef
það er óviturlegt að fórna framtíðarþörfum fyrir nútíðar-
þarfir, þá er hitt engu síður óviturlegt að fullnægja ekki
nútíðarþörfum vegna hugsunar um framtíðina. Að svelta
sig í hel vegna kvíða fyrir komandi fátækt, væri vitanlega
óðs manns æði, og slíkt gæti engum til hugar komið nema
argasta nurlara og svíðingi, og það er einmitt slíkur hugs-
unarháttur, sem gerir þá menn hlægilega og fyrirlitlega.
Vér höfum sýnt hér á undan, að það er bæði þjóðfélagi og
einstaklingum í óhag að draga um of úr nútíðarneyzlu
vegna framtíðarneyzlunnar.
En sá, sem hefir aðeins til hnífs og skeiðar, hann á
engan afgang. Hjá honum er það miklum erfiðleikum
bundið að spara, og jafnvel hættulegt; til þess yrði hann
að vanrækja brýnustu þarfir sínar.
Aftur á móti er sparnaður ekki nein fórn hjá þeim,
sem býr við allsnægtir1). Hann getur jafnvel orðið að
nauðsyn, því að neyzluhæfileiki hvers manns er einhverj-
takmörkum bundinn, hversu gráðugur sem maðurinn
kann að vera. Þarfir vorar og jafnvel girndirnar líka eru
takmarkaðar. Náttúran sjálf setur þeim takmörk með
leiða þeim eða viðbjóði, sem fyrr eða síðar gerir vart við
sig, ef of mikið er að gert.
3. Er.nfremur er það eitt skilyrði sparseminnar, að
sá eiginleiki fylgi því, sem spara á, að hægt sé að g e y m a
það. En svo er um fátt eitt, á meðan það er óbreytt frá
náttúrunnar hendi. Fæstar neyzluvörur er hægt að geyma
x) Frjálslyndir hagfræðingar lofa þá fórn, sem felst í spar-
seminni og kalla hana sjálfsafncitun. Afiur á móti hafa jafn-
aðarmenn dregið dár að þessari sjálfsafneitun, og það er gegn
henni, sem Lassalle hefir beint bitrustu örvum sinum. þar með
vilja aðrii- réttiæta fé og eignir, cn hinir átelja. Báðar skoðan-
irnar hafa nokkuð til sins máls, því að sjálísafneitun sú, sem
sparsemi fylgir getur verið mjög með ýmsu móti, hún er stund-
um óendanlega mikil og stundum alls engin, og hún getur
verið alll þar í milli.