Samvinnan - 01.10.1933, Side 166
388
S A M V I N N A N
án þess að þær láti á sjá að einhverju leyti eða gerspill-
ist. Margt er þannig, að það fer engu síður forgörðum,
þó að það sé lagt fyrir til geymslu, heldur en ef það væri
notað. Húsgögn og fatnaður upplitast, léreft gulnar í skáp-
unum, járnið ryðgar, matvæli spillast, jafnvel vínið, sem
batnar við geymslu lengi vel, spillist þó að lokum. Korn-
ið er ein af þeim nytsemdum, sem geymist bezt, og þess
vegna er það meðal annars, að því hefir verið skipað í
virðingarsess meðal allra annarra nytsemda, en samt geym-
ist það ekki árum saman nema með stökustu aðgæzlu.
Óhætt er að segja, að sparnaður gat ekki átt sér stað
nema af skornum skammti, á meðan ekki voru til þeir
hlutir, sem hægt var að geyma. Þetta brevttist fyrst,
þegar góðmálmarnir koma til sögunnar. Þá fyrst kom
sparnaðurinn fram með öllum þroskamöguleikum, sem
honum fylgja. Gull og silfur eru næstum þeir einu hlutir,
sem ekki geta úr sér gengið. Að vísu eru þeir málmar
ekki neyzluvörur, en það skiptir engu máli, því að hægt
er samstundis að skipta á þeim og neyzluvörum. Sá, sem
ætlar að spara eitthvað saman, þarf ekki annað en skipta
á lítt geymanlegri vöru og fá gull eða silfur í staðinn.
Myntina geymir hann síðan á góðum stað, og- eftir svo
langan tíma sem vera vill getur hann síðan eða eftirkom-
endur hans skipt á myntinni og hverjum þeim nytsemd-
um, sem vera vill. Þegar menn finna aldagamlan fjár-
sjóð í jörðu, er þar um að ræða neyzlumöguleika, sem
frestað hefir verið frá því eigandinn gróf niður fjár-
sjóðinn og þangað til finnandinn hirti hann og hagnýtti.
En eftir að lánsviðskipti hófust, hefir sparnaðurinn
fengið ennþá betri tæki en myntina. Maður, sem á 1000
kr. virði í neyzluvörum, ætlar sér að fresta neyzlu þeirra.
Hann kunngerir þá, að hann ætli ekki að nota neyzlurétt
sinn að svo stöddu og innritar, ef svo mætti segja, þess-
ar vörur í hinn mikla sparisjóð þjóðfélagsins. Eftir svo
eða svo langan tíma getur hann síðan eða afkomendur hans
krafizt þess að fá af nytsemdum þeim, sem þá eru til, jafn-
mikið og það, sem hann hafði áður lagt inn, sem nú hefir