Samvinnan - 01.10.1933, Side 167
S A M Y I N N A N
;589
verið hagnýtt fyrir löngu. Hann fær ekki sínar eigin
vörur aftur, heldur jafngildi þeirra að verðmæti.
4. Enn er ónefnt eitt skilyrði sparseminnar, og það
eru stofnanir þær, sem létta fyrir sparnaðinum og gera
hann mögulegan — kornhlaða er nauðsynleg til þess að
geyma kornið, kjallari fyrir vínið, pyngja fyrir pening-
ana. En um þetta efni verður rætt nánar í næsta kafla1).
III.
Sparnaðarstofnanir.
í öllum siðmenningarlöndum eru til margskonar
stofnanir til þess að greiða fyrir sparnaði manna.
1. Alþekktastir eru sparisjóðirnir. Þeir létta
fyrir sparnaði manna á þann veg, að þeir taka við til
geymslu, því sem sparað er saman. Þeir gera sparandan-
um þann greiða að gæta sparifjár hans fyrir þjófum og
ef til vill ekki síður fyrir honum sjálfum.
Bezta ráðið til þess að varðveita vaxandi sparifé er
einmitt það, að draga það úr höndum eigandans og koma
þar með í veg' fyrir, að hann falli fyrir freistingunni að
eyða því. Sparibaukurinn, sem hvert barn þekkir, er
gerður í sama tilgangi. Til þess að ná í aurana, verður
barnið að brjóta baukinn, og þó að það sé hægðarleikur,
*) En er þá ekki ónefnt enn eitt skilyrði sparseminnar? Er
það ekki nauðsynlegt skilyrði, að féð gefi af sér vexti. Að vísu
virðist það svo, þegar um peninga er að ræða, en ekki er það
nauðsynlegt fyrir sparnað í eiginlegri merkingu, því að hann
oer sína eigin orsök í s.jálfum sér, og hún er fyrirhyggja fvrir
framtíðarþörfum. Og hitt er einmitt líklegt, að ef ekki væri
unnt að leggja fé á vöxtu, þá myndi það verða til þess að auka
spamaðinn, en ekki draga úr honum. Maður, sem lætur sér
nægja nú að spara saman 100000 franka, af því að hann getur
reiknað sér 3000 eða 4000 fr. tekjuí' i vexti, mýndi alveg vafa-
iaust reyna aö spara mcira saman, ef hann vissi, að hann yrði
að lifa á fénu sjálfu en ekki vöxtunum af því.